Aðalfundur Framfarafélagsins og íbúafundur Öxarfjarðar í sókn

Á aðalfundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf og fólk hvatt til að bjóða sig fram í stjórn.

Á íbúafundinum verður farið yfir stöðu markmiða og verkefni kynnt sem hlutu styrki á árinu 2016.

Einnig fá fundarmenn færi á að ræða stöðuna og koma skoðunum sínum á framfæri. Mikilvægt að íbúar viti hvernig staðan er og séu þátttakendur í ferlinu.


Súpuhlé verður gert klukkan 19:00 til að fólk fari hresst og nært inn í seinnihluta fundarins. Vonumst til að sjá sem flesta.