Fara í efni

Samstarfsverkefni VMST og Byggðastofnunar

Byggðastofnun og Vinnumálastofnun stefna að því að fara af stað í smá samstarf sem gengur út á að koma fólki á atvinnuleysisskrá í vinnu í byggð sem er þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir. Vinnumálastofnun mun þá m.a. leggja til fjármagn til að aðstoða vinnuveitanda með launatengd gjöld. Nú er ég að leita að fyrirtækjum/rekstraraðilum innan Öxarfjarðarhéraðs sem gætu haft áhuga á því að taka þátt í þessu verkefni.
 
Ég þigg allar ábendingar og mun veita frekari upplýsingar sé þess óskað.
 
lotta@atthing.is / 849-4411