Fara í efni

Skerjakolla með puttann á púlsinum

Fyrsti leikur handboltalandsliðsins á EM í Króatíu er föstudaginn 12. janúar og hefst bein útsending á RÚV kl. 17:15. Húsbændur Skerjakollu á Kópaskeri hafa ákveðið að fíra upp í pizzaofninum og kæla bjórinn og þá er lag að fjölmenna og hitta mann og annan.

Íslenska liðið er í A riðli og dróst með Svíþjóð, Serbíu og Króatíu og er fyrsti leikurinn gegn Svíþjóð. Guðjón Valur markahæsti leikmaður í sögu EM mun að venju standa vaktina með sínum mönnum, líka Aron Pálmason sem strítt hefur við meiðsli en er orðinn klár í slaginn aftur.

 Kópaskersbúar og nærsveitungar eru hvattir til að fjölmenna í Skerjakollu og senda sameinaða hvatningu af norðurhjaranum, suður á völlinn í Króatíu.

BS