Sveitamessa í Skinnastaðarkirkju

 

Sunnudagskvöldið 11. febrúar næstkomandi  mun fara fram nokkuð óhefðbundin guðsþjónusta í Skinnastaðarkirkju, svokölluð sveitamessa.  Það verða þeir Hafsteinn Hjálmarsson og Tryggvi Hrafn Sigurðsson sem mæta með gítarana og flytja nokkur létt lög í sveitasöngvastíl.  Þeir félagar eru að góðu kunnir fyrir tónlistarflutning hér um slóðir og víða um land, ekki síst með hljómsveitinni LEGO. Lögin sem verða flutt eiga flest hver stóran sess í hjarta þjóðarinnar og hafa gjarnan trúarlega eða andlega skírskotun. Milli laga mun sóknarprestur flytja stuttar hugleiðingar út frá efni þeirra. Þetta verður vonandi notaleg og ánægjuleg stund, sannkölluð baðstofustemmning.  Allir eru að sjálfsögðu velkomnir og hefst stundin kl. 20.00.

Skinnastaðarkirkja er án efa ein af fegurstu kirkjum sýslunnar, byggð árið 1854 í tíð sr. Hjörleifs Guttormssonar.