Á dögunum voru veittir styrkir til verkefna á Öxarfjarðarhéraðssvæðinu úr verkefninu Öxarfjörður í sókn.
Verkefnisstjórn bárust fjórar umsóknir vegna ofangreindra styrkja. Í boði voru fimm milljónir og úthlutunarreglur í samræmi við verkefnislýsingu og skilaboð íbúaþings.
Fyrir um ári var ákveðið að fara af stað með það verkefni að fá nýja vefsíðu fyrir Öxarfjarðarhérað. Mikilvægt er að fyrir svæðið sé góð síða í boði til að koma upplýsingum á framfæri ásamt því að þar er hægt að setja inn allskonar aðrar fréttir sem tengjast svæðinu.