Fréttir

Jarðskjálftahrina á Grímseyjarbeltinu í febrúar

Mikil jarðskjálftavirkni mældist á svokölluðu Grímseyjarbelti í febrúarmánuði. Grímseyjarbeltið liggur frá Öxarfirði til norðvesturs að Kolbeinseyjarhrygg. Mikil jarðskjálftavirkni er alla jafna á Grímseyjarbeltinu en það er hluti af Tjörnesbrotabeltinu sem samanstendur einnig af Húsavíkur-Flateyjar misgenginu og Dalvíkur misgenginu. Tjörnesbrotabeltið markar frekar flókna hliðrun á flekaskilunum milli Norðurgosbeltisins og Kolbeinseyjarhryggs.
Lesa meira

Upprunamerking og QR kóði

Fjallalamb hefur nú bætt við nafni á býli á merkimiða upprunamerktra afurða fyrirtækisins, áður var eingöngu númer framleiðenda. Á miðanum eru nú komnar upplýsingar um gripanúmer frá bónda, sláturdagsetningu, nafn og númer framleiðanda ásamt QR kóða þar sem neytandinn getur skannað með snjallsímanum sínum og nálgast þannig ýmsan fróðleik frá og um viðkomandi býli.
Lesa meira

Fálki í Vörsluvík

Guðmundur Örn Benediktsson myndaði glæsilegan fálka í Vörsluvíkinni utan við Kópasker þann 28. febrúar. Fálkinn var litmerktur og reyndist kvenfugl sem kom úr eggi í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 2016.
Lesa meira

Göngu í Hvalvík frestað til 3. mars

Næsta ganga Ferðafélagsins Norðurslóðar var ráðgerð á morgun, laugardaginn 24. febrúar. En vegna afleitrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta göngunni um viku, til laugardagsins 3. mars. Þá verður gengið í Hvalvík á Melrakkasléttu, norðan Snartastaðanúps. Við förum upp að Hestfallinu og skoðum fleira í nágrenninu. Hressandi útivist og skemmtilegar náttúrusmíðar. Mæting kl. 13:00 við Hvalvíkina.
Lesa meira

Íbúar Öxarfjarðarhéraðs endurnýja framtíðarsýnina

Í lok janúar var haldinn íbúafundur í Lundi þar sem íbúar fóru yfir framtíðarsýn og markmið með verkefninu Öxarfjörður í sókn. Framtíðarsýnin sem sett var í upphafi verkefnisins stendur óbreytt sem og meginmarkmiðin en nokkur starfsmarkmið voru aðlöguð eða uppfærð og örlítið bættist við.
Lesa meira

Sveitamessa í Skinnastaðarkirkju

Sunnudagskvöldið 11. febrúar næstkomandi mun fara fram nokkuð óhefðbundin guðsþjónusta í Skinnastaðarkirkju, svokölluð sveitamessa. Það verða þeir Hafsteinn Hjálmarsson og Tryggvi Hrafn Sigurðsson sem mæta með gítarana og flytja nokkur létt lög í sveitasöngvastíl.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrk úr sjóðum Öxarfjarðar í sókn og er frestur til að sækja um til sunnudagsins 4. mars kl. 21:00. Þetta er fjórða úthlutun í verkefninu og hingað til hafa fjögur til fimm verkefni fengið styrki við hverja úthlutun.
Lesa meira

Spennandi tækifæri á Raufarhöfn - Tvö störf í boði fyrir öfluga einstaklinga

Raufarhöfn hefur undanfarin ár verið þátttakandi í byggðaeflingar-verkefninu Raufarhöfn og framtíðin og hafa mörg skref verið stigin í uppbyggingu á svæðinu. Vegna þessarar uppbyggingar eru nú meðal annars tvö störf í boði fyrir áhugasama um uppbyggingu þorp­sins á sviði atvinnu- og samfélagsþróunar og í tengslum við náttúru­rannsóknir. Í þorpinu er nægjanlegt framboð af húsnæði, heilbrigðis-þjónusta, leik- og grunnskóli, dagvöruverslun, banki og pósthús.
Lesa meira

Stórkostlegur árangur í Bréf til bjargar lífi árið 2017

Í desember fór fram hið árlega bréfamaraþon Amnesty International, eða Bréf til bjargar lífi eins og verkefnið nefnist nú. Tvo föstudaga í desember var hægt að skrifa undir í Skerjakollu á Kópaskeri og var skrifað undir rúmlega 200 bréf.
Lesa meira

Íbúafundur í Lundi

Nú er byggðaþróunarverkefnið Öxarfjörður í sókn hálfnað í tíma, þá er gott að staldra við og fara yfir stöðuna. Verkefnið hófst með íbúafundi og línurnar lagðar af íbúum, þær voru yfirfarnar á íbúafundi í janúar 2017 og nú er rétt að taka stöðuna aftur.
Lesa meira