Að loknu Ásbyrgismóti- frá Ásbyrgisnefnd

 

 

 

Þá er árlegu Ásbyrgismóti lokið. Mótið gekk vel fyrir sig þó þátttakan hafi verið með minna móti, enda lék veðrið ekki við okkur. Mótsgestir voru allir til fyrirmyndar og er óhætt að segja að þetta sé sameiginleg fjölskylduhátíð okkar Norður-Þingeyinga.

Við fengum heimsókn frá Friðarhlaupinu á laugardaginn og hlupu mótsgestir með friðarkyndilinn hringi á vellinum, svo fengu allir þeir sem vildu að handfjatla kyndilinn. Flott framtak hjá þeim. Nánari upplýsingar um hlaupið og myndir af heimsókninni er að finna á heimasíðunni þeirra.  

Á laugardagskvöldið voru hoppukastalar fyrir yngri kynslóðina og glasabolti fyrir þá eldri. Skemmtilegt kvöld fyrir unga sem aldna.

Stigabikarinn í frjálsum íþróttum þetta árið unnu Langnesingar með 435 stig.
Í öðru sæti var Leifur heppni með 240 stig,
í þriðja sæti var Austri með 199 stig,
í fjórða sæti var Ungmennafélg Öxfirðinga með 168 stig
og í fimmta sæti var Snörtur með 129 stig.

Nýjung í ár hjá okkur var að veita einstaklingum viðurkenningu fyrir besta árangurinn í hverjum aldursflokki. Viðurkenningar hlutu:

Stelpur og strákar 11-12 ára:

 • Erla Rós Ólafsdóttir frá UMFL og
 • Jón Kristófer Vignisson frá UMFL

Telpur og piltar 13-14 ára:

 • Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir frá UMFÖ og
 • Sindri Þór Tryggvason frá Snerti

Meyjar og sveinar 15-16 ára:

 • Dagný Ríkharðsdóttir frá Austri og
 • Hlynur Aðalsteinsson frá Leifi Heppna

Unglingaflokkur 17-18 ára:

 • Brynja Dögg Björnsdóttir frá Austra 
 • Friðrik Þór Ragnarsson og Birgir Þór Björnsson frá Austra voru jafnir að stigum

Glæsilegur árangur hjá þessu unga og efnilega íþróttafólki.

Við í nefndinni þökkum öllum kærlega fyrir hjálpina en svona mót er ekki hægt að halda nema með vinnu sjálfboðaliða og styrk frá fyrirtækjum og styrktu eftirfarandi fyrirtæki mótið með fjárframlögum:

 • Akursel ehf.
 • Framsýn
 • GPG ehf
 • Hólmsteinn Helgason ehf
 • Ísfélag Vestmannaeyja
 • Kvenfélagið Keldhverfinga
 • Meindýravarnir Morra
 • Saltkaup ehf.
 • Samherji hf.
 • Sel sf
 • Stórinúpur
 • UMF Austri
 • UMF Leifur heppni
 • Ungmennafélag Langnesinga
 • Verkalýðsfélag Þórshafnar

Davíð smiður á Þórshöfn gaf okkur málningu til að mála fótboltavöllinn og hlaupabrautirnar og Merking ehf. gaf okkur límmiða til að nota á verðlaunapeningana.

Einnig þökkum við þeim sem að gáfu okkur vinninga fyrir happadrættið, en það voru:

 • Active North ehf
 • Adrenalíngarðurinn
 • Gentle Giants Hvalaferðir ehf
 • Grillskálinn á Þórshöfn
 • Jarðböðin við Mývatn
 • Mýflug
 • N1 hf
 • Sölkusiglingar ehf
 • Samkaup hf. á Þórshöfn
 • Skóbúð Húsavíkur ehf
 • Sportver ehf
 • Sælusápur
 • Verslunin Tákn
 • Verslunin Urð

Ágóðinn af happadrættinu rennur til Ásbyrgismótasjóðs og þökkum við öllum þeim að keyptu miða.
Takk fyrir góða helgi, við sjáumst að ári!

Nefndin

 • Birna Björnsdóttir
 • Guðmundur Magnússon
 • Kristinn Lárusson
 • Magnea Dröfn Hlynsdóttir 
 • Silja Rún Stefánsdóttir