Fara í efni

Fréttir

Heimskautsgerðið gríðarlegur segull.

Heimskautsgerðið gríðarlegur segull.

Árið 2016 hófst samstaf Norðurþings og SSNE (áður Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga) við Rögnvald Ólafsson og Gyðu Þórhallsdóttur (Háskóla Íslands) á talningu gesta við Heimskautsgerðið. Sú talning varði þá bara nokkra mánuði en hófst að nýju í júní 2019 og hefur haldist síðan. Búnaðurinn sem notaður er er sjálfvirkur og telur bíla sem keyra framhjá, sérstök reikningsformúla er notuð til að áætla fjölda gesta og því eru tölurnar ekki 100 % en gefa góða mynd. Samskonar búnaður er notaður á mörgum ferðamannastöðum íslands, sem og erlendis. Hér má sjá helstu tölur um gesti: notast er við tölur um fjölda gesta í stað fjölda bifreiða.
23.01.2023
Tilkynningar
ÁRSHÁTÍÐ skólanna föstudaginn 25.nóvember kl. 17:00

ÁRSHÁTÍÐ skólanna föstudaginn 25.nóvember kl. 17:00

Árshátíð Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla verður haldin í Hnitbjörgum á Raufarhöfn föstudaginn 25.nóvember kl. 17:00. Sýnd verða tvö verk, annars vegar Skilaboðaskjóðan og hins vegar Konungur ljónanna. Hlaðborð að hætti foreldrafélaga skólanna verður að sýningum loknum og er það innifalið í miðaverði. Verð: Fullorðnir kr 3000 Börn á grunnskólaaldri (6-16 ára) kr 1000 Frítt fyrir börn á leikskólaaldri
17.11.2022
Tilkynningar
Bókalestur þriðjudaginn 15. nóvember kl: 14:30 Breiðablik og kl: 20:00 í félagsheimilinu

Bókalestur þriðjudaginn 15. nóvember kl: 14:30 Breiðablik og kl: 20:00 í félagsheimilinu

Joachim B. Schmidt les úr bók sinni Kalmann. Joachim fæddist í Sviss 1981 en hefur búið á Íslandi frá 2007. Hann er mörgum Raufarhafnarbúum kunnugur þar sem hann skrifaði stóran hluta bókarinnar á Raufarhöfn
07.11.2022
Tilkynningar
Sveitastjóri á Raufarhöfn 15. nóvember

Sveitastjóri á Raufarhöfn 15. nóvember

Katrín sveitarstjóri verður við vinnu á Raufarhöfn þriðjudaginn 15. nóvember Hægt er að panta sérstaka viðtalstíma með því að senda póst á katrin@nordurthing.is
07.11.2022
Tilkynningar
Fréttir frá skólabörnum-FER og Grunnskóli Raufarhafnar, samvinnuverkefni

Fréttir frá skólabörnum-FER og Grunnskóli Raufarhafnar, samvinnuverkefni

Á skólaslitum Grunnskóla Raufarhafnar 30. maí síðastliðinn afhentu börnin fréttabréf sem þau hafa sjálf unnið um verkefni vetrarins. Fréttirnar eru alfarið unnar af börnunum sjálfum og greinilegt að hér eru góðir pennar á ferð. Fréttirnar verða birtar hér raufarhofn.is á næstu dögum.
02.06.2022
Tilkynningar
Fréttir frá skólabörnum- krakkarnir hafa áhrif á bæinn

Fréttir frá skólabörnum- krakkarnir hafa áhrif á bæinn

Á skólaslitum Grunnskóla Raufarhafnar 30. maí síðastliðinn afhentu börnin fréttabréf sem þau hafa sjálf unnið um verkefni vetrarins. Fréttirnar eru alfarið unnar af börnunum sjálfum og greinilegt að hér eru góðir pennar á ferð. Fréttirnar verða birtar hér raufarhofn.is á næstu dögum.
01.06.2022
Tilkynningar
Íbúafundur Raufarhöfn 23. febrúar, 2022

Íbúafundur Raufarhöfn 23. febrúar, 2022

Fundur hefst klukkan 17:00 og stendur til 19:00 Ath! Vegna Covid verður íbúafundurinn blandaður, þ.e. hvorutveggja í Hnitbjörgum og streymt á netinu.
22.02.2022
Tilkynningar
Rauðikrossinn leitar að nýju fólki í stjórn.

Rauðikrossinn leitar að nýju fólki í stjórn.

Aðalfundur Þingeyjarsýsludeildar Rauða krossins nálgast og er leitað að nýju fólki í stjórn, sannarlega spennandi verkefni fyrir áhugasama.
16.02.2022
Tilkynningar
Munum eftir smáfuglunum

Munum eftir smáfuglunum

Smáfuglarnir þurfa eins og við öll á próteini og fitu að halda, margir gefa tilbúið fuglafóður en þar vantar fituna og eining hentar það bara fyrir vissar tegundir smáfugla. Tröll hafrar bleittir í olíu eru veislufóður t.d fyrir marga fugla. Í frosthörkum þurfa fuglar mikla orku til að halda á sér hita og því er feitmeti, svo sem tólg, kjötsag, dýrafita, flot og mör, ein allra besta fæðan sem þeir fá. Það er misjafnt eftir tegundum í hvaða fæðu fuglarnir sækja. Almennt sækir stari í alla matarafganga, meðal annars brauðmeti, kartöflu- og fiskafganga en fita og tólg hentar honum vel. Skógarþrestir og svartþrestir eru mjög sólgnir í epli og perur. Æskilegast er að láta ávextina á stöðugan stað, til dæmis festa þá á trjágrein þar sem fuglarnir geta setið og bitið í eplið eða peruna í frið og ró. Skógarþrestir eru einnig sólgnir í mör og kjötsag, auk brauðmylsnu og berja.
31.01.2022
Tilkynningar
Myndlistanámskeið á Raufarhöfn 9-13 ágúst

Myndlistanámskeið á Raufarhöfn 9-13 ágúst

Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á áhugavert námskeið á Raufarhöfn, dagana 9.-13. ágúst. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri en markmiðið er að kynna myndlistina sem verkfæri til rannsóknar og skoðunar. Viðfangsefnið er náttúra svæðisins. Þátttakendur fá einnig innsýn í menningu, sögu og samfélag sem enn blómstrar á þessu hrjóstruga en hlunnindaríka svæði. Sjónum verður jöfnum höndum beint að gróðri jarðar, fjörunni og hinum fjölmörgu, ísöltu lónum sem einkenna svæðið. Fuglalífi, smádýrum og plöntum verður gefinn gaumur og fylgst með því hvernig fiskurinn hegðar sér á ólíkum tímum sólarhringsins. Þeir sem hafa áhuga á veiðiskap munu því ennfremur finna ýmislegt við sitt hæfi. Teikniblokk, blýantur og vatnslitir verða aðalverkfærin en vasaljós, stækkunargler, smásjá, myndavél og önnur þessháttar tól eiga fullt erindi í verkfærakistu þátttakenda – að ógleymdri veiðistönginni. Leiðbeinendur verða myndlistarmennirnir Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Þórarinn Blöndal (sem jafnframt eru dellumenn um silungsveiði). Verð: 96.000 kr.- Innifalið í verðinu er hádegis- og kvöldverður í fimm daga en námskeiðinu lýkur með veislu að kvöldi föstudagsins 13. ágúst. Fólk er hvatt til að kynna sér styrki stéttarfélaga. Ýmsir gistimöguleikar eru á svæðinu. Skólinn getur útvegað gistingu á hagstæðu verði í íbúðum á Raufarhöfn en verðið ræðst af fjölda. Áhugasamir um slíkt sendi póst á snorrihilmars@simnet.is Námskeiðið er haldið í samvinnu við Rannsóknastöðina Rif og Heimsenda, menningarfélag Óskarsbragga með tilstyrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra Frekari upplýsingar og skráning á mir.is
23.06.2021
Tilkynningar
Sumaropnun sundlaugar

Sumaropnun sundlaugar

07.06.2021
Tilkynningar
Grásleppa og laxveiðar. Er jákvæð fylgni á milli ?

Grásleppa og laxveiðar. Er jákvæð fylgni á milli ?

Árdís Inga Höskuldsdóttir, nemi í sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri vann skýrsluna, og var með starfsstöð í "ráðhúsinu á Raufarhöfn við þá vinnu. Áhugaverðar pælingar fyrir áhugafólk um málefnið. Verkefnið er afrakstur átaksverkefnis stjórnvalda um sumarstörfháskólanema og var styrkt af Norðurþingi, Vinnumálastofnun og Þekkingarneti Þingeyinga.
14.01.2021
Tilkynningar