Fara í efni

Fréttir

Þýskur krimmi þar sem Raufarhöfn er sögusviðið

Þýskur krimmi þar sem Raufarhöfn er sögusviðið

Joachim B. Schmidt vann við skrif bókarinnar á Raufarhöfn veturinn 2017-2018. Bókin er nú komin út á hefur fengið góða dóma í hans heimalandi, Austurríki og Sviss. Bókina er hægt að nálgast á Amaazon.com sem og kindle eða hljóðbók en hefur einungis verið gefin út á þýsku eins og er en við vonum auðvitað að bókin verði fáanleg á íslensku á einhverjum tímapunti.
07.12.2020
Tilkynningar
Alþjóðleg kvikmyndahátíð á Raufarhöfn

Alþjóðleg kvikmyndahátíð á Raufarhöfn

Stuttmyndasýningar & bílabíó á Raufarhöfn laugardaginn 20. september Stuttmynda program / short films Sýning fer fram í rútu Riff á planinu við félagsheimilinu / Buss show Aðgangur ókeypis Prg 1 kl. 16:30 The marvelous misadventures of the stone lady Gabriel Abrantes Portugal Black sun Arca Ciltepe Turkey, Germany Reconstruction Jiií Havlícek, Ondrej Novak Chezch Republic Dogs Barking at birds Lenones Teles Portugal Watermelon juice Irene Moray Spain Prg 2 kl. 18:30 A worthy man Kristian Haskjold Denmark Oslo Shady Srour Israel, Germany The Christmas gift Bogdan Muresanu Romania, Spain Patision avenue Thanasis Neofotistos Greece The tent Rebecca Figenschau Norway Bílabíó Drive-in 20:30 (film starts at 21:00) staðsettnin: norðurveggur á Félagsheimilinu. Verð 1990 kr per bíl hægt er að kaupa miða hér https://riff.is/events/ og einnig á staðnum.
18.09.2020
Tilkynningar
Leikföng fyrir sundlaugina- fréttir af vinnuhóp íþróttamiðstöðvar

Leikföng fyrir sundlaugina- fréttir af vinnuhóp íþróttamiðstöðvar

Ekki hefur mikið gerst hjá vinnuhópnum síðustu misseri þar sem flestar heildsölur standa tómar eftir að landinn tæmdi þær allar og fór að stunda heimaþjálfun á tímum Covid-19. En upphitunartæki eru væntanleg með haustinu. Gríðarleg aðsókn hefur verið í sundlaugina síðan hún opnaði í maí og hafa íbúar verið duglegir að nýta húsið. Veður hefur verið gott hér norðaustanlands það sem af er sumars og mikið um gesti í bænum sem hafa verið duglegir að nýta sundlaugina og íþróttamiðstöðina, sem er ánægjulegt! Ákveðið var að fjárfesta í leiktækjum í sundlaugina fyrir yngstu gestina og vonandi á það eftir að vekja lukku. Tækin eru flottæki þar sem notað er þéttara efni heldur en almennt er gert og skilar það sér í sterkbyggðari og endingarbetri leiktækjum. Sjáumst í sundi á Raufarhöfn! Um leið og við þökkum þeim fjölmörgu sem nú þegar hafa styrkt verkefnið viljum við benda á að enn er hægt að leggja því lið. Gaman væri að gera enn betur og kaupa inn fleiri tæki og leikföng. Bankaupplýsingar UMFL Austra eru 0179-05-000110 Kt: 570785-0369. Margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt.
20.07.2020
Tilkynningar
Mikið um ferðamenn á Raufarhöfn það sem af er sumri

Mikið um ferðamenn á Raufarhöfn það sem af er sumri

Strax um miðjan maí fór landinn að flykkjast vítt og breitt um landið. Raufarhöfn hefur verið vinsæll áfangastaður enda mikið að skoða í og við þorpið. Sumartraffíkin á veitingastað Hótel Norðurljósa hefur farið langt fram úr björtustu vonum, aðrir ferðaþjónustuaðilar taka í sama streng. Tjaldstæðið hefur verið yfirfullt dag eftir dag enda einmuna veðurblíða á norðausturhorninu. Stjórn Heimskautsgerðis í samvinnu við Háskóla Íslands og Norðurþing kom upp teljara við Heimskautgerðið í lok maí 2019.Júní er því fyrsti mánuðurinn sem hægt er að bera saman milli ára. Samkvæmt því fækkaði gestum 13% í júní milli áranna 2019 og 2020 en skv. sérfróðum aðilum þá þykir það býsna gott á veirutímum. Til samanburðar er fækkun á stórum ferðamannastöðum allt að 80 % þar sem staðan er hvað verst. Heimskautsgerðið hefur greinilega mikið aðdráttarafl og gaman að því hve margir heimsækja það.
16.07.2020
Tilkynningar
Kaffisamsæti á 17. júní

Kaffisamsæti á 17. júní

Jóhannes og Ragnhildur, okkar tvíeyki í heilsugæslu og sjúkraflutningum til fjölda ára, voru heiðursgestir í 17.júní kaffisamsæti Raufarhafnarbúa og nágrennis í dag. Heiðurshjón sem leita nú á vit nýrra ævintýra og flytja burt úr samfélaginu. Fjölmenni var í kaffinu í blíðskapar veðri.
18.06.2020
Tilkynningar
Opnunartími sundlaugar sumarið 2020

Opnunartími sundlaugar sumarið 2020

10.06.2020
Tilkynningar
Aðalfundur Austra á Raufarhöfn

Aðalfundur Austra á Raufarhöfn

Aðalfundur Austra verður haldinn þriðjudaginn 9. júní kl. 17:00 í Grunnskóla Raufarhafnar.
27.05.2020
Tilkynningar

Hreinsunardagur 23. maí

Við ætlum að taka saman höndum og hreinsa til í umhverfi okkar! Hjálpumst að og tökum til í okkar nærumhverfi, á opnum svæðum, götum og í görðunum okkar. Laugardaginn 23. maí næstkomandi Frá klukkan 11:00 til 13:00 í áhaldahúsinu verður hægt að sækja sér poka og arka af stað!
20.05.2020
Tilkynningar
Raufarhafnarbúar og velunnarar styrkja tækjakaup myndarlega

Raufarhafnarbúar og velunnarar styrkja tækjakaup myndarlega

Mikið hefur áunnist síðustu daga hjá vinnuhóp sem vinnur hörðum höndum að því að safna fjármunum, kaupa og setja upp búnað og tæki í íþróttamiðstöðina á Raufarhöfn. Nú þegar er búið að fjárfesta í Cable Cross, fylgihlutum og hnébeygjurekka. Verið er að skoða hlaupabretti og markþjálfa, sundtæki og kaðla fyrir börnin í íþróttahús. Ræktin er farin að taka á sig góða mynd og er mikil tilhlökkun að samkomubanni verði aflétt svo íbúar og gestir geti farið að flykkjast í íþróttahúsið að nýju. Enn er hægt að leggja verkefninu lið, bankaupplýsingar UMFL Austra eru 0179-05-000110 Kt: 570785-0369. Margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt
06.04.2020
Tilkynningar
Íbúar Raufarhafnar hafa tekið höndum saman við að kaupa tæki og tól í íþróttamiðstöðina.

Íbúar Raufarhafnar hafa tekið höndum saman við að kaupa tæki og tól í íþróttamiðstöðina.

Vinnuhópur er að störfum á Raufarhöfn með það að markmiði að safna fyrir tækjum í íþróttamiðstöðina. Nú þegar er talsvert af búnaði komið, en við eigum svolítið í land ennþá, það kemur vonandi með hækkandi sól. Bankaupplýsingar UMF Austra eru eftirfarandi fyrir þá sem vilja leggja verkefninu lið: 0179-05-000110 Kt: 570785-0369
23.03.2020
Tilkynningar
Vantar þig eitthvað úr búð ???

Vantar þig eitthvað úr búð ???

Í ljósi samkomubanns og þeirrar staðreyndar að við hér á Raufarhöfn eigum mikið af eldri borgurum sem þurfa að passa sig sérstaklega vel þessa dagana, hefur hverfisráð ákveðið að óska eftir sjálfboðaliðum til að fara í búð og sinna erindum fyrir þá sem þurfa á því að halda. Margir hafa nú þegar einhvern fyrir sig en mögulega eru einhverjir þarna úti sem vantar aðstoð. Þeir sem hafa upplýsingar um slíka aðila mega endilega hafa samband. Við óskum einnig eftir fólki sem er tilbúið að bjóða fram aðstoð og hvetjum þá sem vilja nýta þess þjónustu til að hafa samband. Ingibjörg sími: 855-1160 / netfang: ingibjorg@raufarhofn.is Nanna sími: 464-9882/ 8688647 netfang@nanna@ssne.is
19.03.2020
Tilkynningar
Þorrablót Raufarhafnar

Þorrablót Raufarhafnar

Þorrablót Raufarhafnar verður haldið í Félagsheimilinu Hnitbjörgum laugardaginn 8.febrúar n.k. Forsala miða verður í Hnitbjörgum sama dag frá kl.12:00 - 13:00 og er miðaverð 5.000 krónur. Þið komið með matinn á gamla mátann en við bjóðum upp á pappadiska, plasthnífapör og glös
30.01.2020
Tilkynningar