Fara í efni

Íbúafundur Raufarhöfn 23. febrúar, 2022

Fundur hefst klukkan 17:00 og stendur til 19:00

Ath! Vegna Covid verður íbúafundurinn blandaður, þ.e. hvorutveggja í Hnitbjörgum og streymt á netinu

 

Þeir sem vilja hlusta á fundinn smella á hlekkinn https://us02web.zoom.us/j/8297576504

Fundurinn opnast í fjarfundarbúnaði Zoom en ef þú hefur hann ekki uppsettan þegar, þarf að hlaða honum sérstaklega niður til að horfa á fundinn. Hlekkurinn ætti að leiða þig í gegnum það ferli (annars er hægt að hringja í Kollu, sjá símanúmer hér neðar). Þetta er hægt að gera fyrirfram svo tölvan sé klár fyrir fundinn.

Athugið að ekki verður hægt að spyrja spurninga í gegnum fjarfundabúnaðinn en meðlimir hverfisráðs verða með sli.do opið og þar væri gott að fá sem flestar spurningar. Hægt er að bæta við spurningum með því að fara inn á sli.do og setja inn kóðann 675 til að fara inn á fundarspurningar. Endilega rennið yfir þær spurningar sem þegar eru komnar og kjósið upp (þumall) þær sem ykkur líst á.

Þær spurningar sem ekki reynist unnt að svara á fundinum hverfa ekki, heldur mun hverfisráðið taka þær saman, leitast við að fá svör og gefa út tilkynningu í næstu viku með þeim upplýsingum sem fást. Verið því endilega dugleg að spyrja. 

Þeir sem treysta sér ekki til að nýta sli.do til að leggja fram spurningar geta sent þær beint á meðlimi hverfisráðs. 

ATH Vegna Covid ástands verður grímuskylda á fundinum í Hnitbjörgum.

Vonandi sjáum við og heyrum í sem flestum.

Hverfisráð Raufarhafnar