Fara í efni

Munum eftir smáfuglunum

Smáfuglarnir þurfa eins og við öll á próteini og fitu að halda, margir gefa tilbúið fuglafóður en þar vantar fituna og eining hentar það bara fyrir vissar tegundir smáfugla.

Í frosthörkum þurfa fuglar mikla orku til að halda á sér hita og því er feitmeti, svo sem tólg, kjötsag, dýrafita, flot og mör, ein allra besta fæðan sem þeir fá. Það er misjafnt eftir tegundum í hvaða fæðu fuglarnir sækja. Almennt sækir stari í alla matarafganga, meðal annars brauðmeti, kartöflu- og fiskafganga en fita og tólg hentar honum vel. Skógarþrestir og svartþrestir eru mjög sólgnir í epli og perur. Æskilegast er að láta ávextina á stöðugan stað, til dæmis festa þá á trjágrein þar sem fuglarnir geta setið og bitið í eplið eða peruna í frið og ró. Skógarþrestir eru einnig sólgnir í mör og kjötsag, auk brauðmylsnu og berja.

Nánari upplýsingar er að að finna hér á síðu Fuglaverndar og þar er hægt að fá ýmsar hugmyndir.