Hreinsunardagur
Kæru Raufarhafnarbúar og aðrir umhverfisunnendur. Við ætlum að taka saman höndum og hreinsa til í umhverfi okkar! Hjálpumst að og tökum til í okkar nærumhverfi, á opnum svæðum, götum og í görðunum okkar. Laugardaginn 18. maí næstkomandi Frá klukkan 11:00 til 13:00 í áhaldahúsinu verður hægt að sækja sér poka og arka af stað!
Boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki kl 13:00 þegar búið verður að gera þorpið okkar fínt.
Endilega deilið viðburðinum með vinum ykkar og takið virkan þátt
13.05.2019
Tilkynningar