Ljósmyndasamkeppni 2019

Nú er blásið til myndasamkeppni á Raufarhöfn í annað sinn. Árið 2017 var samkeppni í gangi sem tókst vonum framar og margar fallegar myndir voru sendar inn.
Allir sem myndavél geta valdið eru hvattir til að taka þátt! Myndefnið er vítt skilgreint og felur í sér allt sem snýr að Raufarhöfn og nágreni. Hver og einn má senda inn eins margar myndir og vilji er til.

Lokadagur í keppninni er 15. september 2019 að miðnætti. Úrslit verða tilkynnt á menningardögum og veglegir vinningar veittir fyrir bestu myndina

Allar myndir verða svo til sýnis að keppni lokinni á nordurthing.is/raufarhofn og áskiljum við okkur rétt til að nota þær í kynningu á Raufarhöfn.  

Ábyrgðarmenn eru Nanna Steina Höskuldsdóttir og  Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir

 

Hér getur þú sent inn mynd