Fara í efni

Fréttir

Skiltin komin upp!

Skiltin komin upp!

Þrjú skilti eru komin upp á Raufarhöfn með upplýsingum um sögu, náttúru og byggingar. Verið er að vinna að næsta hluta sem verða skilti upp við vitann sjálfann. Mynd: Jónas Friðrik. Textann á skiltunum má finna í fréttinni.
13.09.2018

Fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir á Raufarhöfn

Vegna fyrirhugaðra malbikunarframkvæmda á vegum Norðurþings á Raufarhöfn í september, er áhugasömum íbúum Raufarhafnar sem myndu hafa hug á að nýta sér veru malbikunarverktaka á svæðinu, bent á að hafa samband við Malbikun Akureyrar ehf.
10.09.2018

Menningar og hrútadagar

Bæklingurinn er klár !! Kemur inn um lúguna á svæðinu á næstu dögum.
07.09.2018
Ókeypis heilsufarsmæling á Raufarhöfn

Ókeypis heilsufarsmæling á Raufarhöfn

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og með stuðningi Norðurþings.
27.08.2018
Allt að gerast í menningar og hrútadagsnefnd.

Allt að gerast í menningar og hrútadagsnefnd.

Dagskrá að verða klár
23.08.2018
Auglýst er eftir starfsmanni til að sinna félagsstarfi ungmenna

Auglýst er eftir starfsmanni til að sinna félagsstarfi ungmenna

Auglýst er eftir starfsmanni til að sinna félagsstarfi ungmenna aldursbilinu 10 – 16 ára.
16.08.2018
Skólasetning

Skólasetning

Grunnskóli Raufarhafnar verður settur...
16.08.2018
Grunnskóli Raufarhafnar

Búið að ráða í skólastjórastöðu.

Magnús Matthíasson hefur verið ráðinn í stöðu skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar.
09.08.2018
Grunnskóli Raufarhafnar auglýsir eftir matráði

Grunnskóli Raufarhafnar auglýsir eftir matráði

Grunnskóli Raufarhafnar auglýsir eftir matráði í 55% stöðu. Í starfinu felst að sjá um morgunverð og hádegisverð fyrir nemendur og starfsfólk, 4 daga vikunnar. Einnig innkaup fyrir mötuneyti og þrif í og við mötuneytið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 7. ágúst n.k. Vinnutími í ágúst er afar sveigjanlegur. Möguleiki er á hærra starfshlutfalli t.d. með heimilisfræðikennslu og/eða gæslu. Umsóknarfrestur í stöðu matráðs er til 20. júlí 2018. Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn grunn- og leikskóli með 20 nemendur þar sem verið er að innleiða uppeldisstefnuna Jákvæður agi. Skólinn nýtur mikils stuðnings frá samfélaginu og leggjum við áherslu á samvinnu sem og jákvæðni. Upplýsingar veitir Birna Björnsdóttir skólastjóri í síma 893-4698 og einnig má senda tölvupóst á netfangið birna@raufarhafnarskoli.is
06.07.2018
Raufarhöfn

Er þetta eitthvað fyrir þig??

Laus er til umsóknar staða skólastjóra
03.07.2018
Kosningakaffi á Raufarhöfn

Kosningakaffi á Raufarhöfn.

Kosningakaffi verður í Hnitbjörgum á Raufarhöfn frá kl. 15:00 – 17:00.
24.05.2018