Fara í efni

Meirapróf á Þórshöfn – Aukin ökuréttindi

Vantar þig aukin ökuréttindi?
Réttindi til að keyra vörubíl, stóran pallbíl, sjúkrabíl, leigubíl eða draga
þungar kerrur/aftanívagna o.s.frv ?
Ökuskóli Austurlands mun halda meiraprófsnámskeið á Þórshöfn í
samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga ef skráning næst. Fyrirkomulag
verður helgarkennsla (kennt seinni part föstudaga, heilir laugardagar
og sunnudagar og seinni partur mánudaga), skýrist nánar þegar næst í
hóp. Kennsla getur hafist seinni part október.
Áhugasamir hafi samband við Menntasetrið á Þórshöfn
í síma 464-5144 eða heidrun@hac.is.