Fréttir

Bifröst, brú milli mannheima og goðheima opnuð.

Á dögunum var Bifröst, göngubrúin við Heimskautsgerðið á Raufarhöfn formlega opnuð. Brúin er frá bílastæðinu og uppí Heimskautsgerðið.
Lesa meira

Matur er menning !

Á nýliðnum Menningardögum sem haldir voru á Raufarhöfn borðuðu íbúar og aðrir gestir saman í tvígang. Þriðjudaginn 1. október var boðið til súpuveislu sem Menningarnefndin galdraði fram, rétt í kringum 70 manns mættu og áttu góða stund saman. Á fimmtudeginum 3. október var hinsvegar blásið til kvöldskemmtunar þar sem íbúar komu saman með rétti frá ýmsum þjóðlöndum og settu á hlaðborð. Íslensku réttirnir voru í meirihluta en einnig voru dýrindis réttir frá Tékklandi, Danmörku, Mexico, Rúmeníu og Slóvakíu og svignaði veisluborðið undan kræsingum
Lesa meira

Umtalsverð fjölgun í heimsóknum ferðamanna að Heimskautsgerðinu!

Háskóli Íslands í samvinnu við stjórn Heimskautsgerðis, Þekkingarnet Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga kom upp teljara við Heimskautgerðið í byrjun sumars 2019 en síðast var talið árið 2016. Eins og sjá má í skýrslu sem sett var saman hefur fjölgun ferðamanna aukist gríðarlega á þessum þremur árum. Heimskautsgerðið hefur greinilega mikið aðdráttarafl því ekki hefur veðrið sýnt sínar bestu hliðar þetta sumarið hér á norðausturhorninu en það hefur ekki stoppað ferðamennina.
Lesa meira

Menningar og hrútadagar framundan

Kíktu á dagskránna
Lesa meira

Tónleikaveisla í skólahúsinu á Kópaskeri föstudaginn 16. ágúst kl 20:00

Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleikari og Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, sækja Kópasker heim. Fjölbreytt og falleg dagskrá erlendra og íslenskra laga fyrir alla aldurshópa! Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Tónaland, tónleikaröð á landsbyggðinni á vegum Félags íslenskra tónlistarmanna. Röðin er styrkt af Tónlistarsjóði. Tónleikarnir eru jafnframt þeir síðustu í tónleikaröð Flygilvina 2019, „Áfram skal haldið á sömu braut“, sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Tónlistarsjóði. Miðaverð er 2.000 kr, en ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri. Því miður er ekki unnt að taka við greiðslu með kortum. Flygilvinir – tónlistarfélag við Öxarfjörð
Lesa meira

Hverfisráð Raufahafnar

Norðurþing auglýsir eftir framboðum og tillögum um einstaklinga í hverfisráð Raufarhafnar. Gjaldgengir fulltrúar í hverfisráð eru allir einstaklingar 18 ára og eldri sem hafa lögheimili á nærsvæði viðkomandi hverfis í sveitarfélaginu. Greidd er þóknun fyrir fundarsetu fulltrúa í hverfisráðum. Nauðsynlegt er við val á fulltrúum í hverfisráð, að horft verði til fjölbreytileika sem endurspeglar samfélagið, þ.m.t. með tilliti til kynferðis, aldurs, uppruna og annarra samfélagsþátta. Tillögur um einstaklinga í hverfisráð berist skriflega á netfangið nanna@nordurthing.is eða í síma 8688647 FYRIR kl. 12:00 þriðjudaginn 20. ágúst 2019.
Lesa meira

Karíus og Baktus leiksýning

Miðvikudagur 26. Júní kl 11:00 í sal Grunnskólans verður sýnd leiksýning fyrir börn á öllum aldri Frítt inn fyrir alla.
Lesa meira

Málþing, afhending hvatningarverðlauna og ársfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses

Ársfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. fer fram miðvikudaginn 29. maí nk. í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn. Dagskráin hefst kl. 12:30 með sameiginlegu málþingi félagsins og Þekkingarnets Þingeyinga undir yfirskriftinni “Þróun byggðar og atvinnulífs í Þingeyjarssýslu” þar sem starfsmenn stofnananna gera grein fyrir verkefnum sem nýtast báðum stofnunum. Kl. 13:45 verða Hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga afhent í 16. sinn en tilgangur þeirra er að vekja athygli á því sem vel er gert í atvinnu- og byggðaþróun á svæðiu. Kl. 14:00 hefst svo ársfundur stofnunarinnar og er dagskrá skv. samþykktum svohljóðandi: 1) Skýrsla stjórnar 2) Staðfesting ársreiknings 3) Breytingar á stofnskrá (ef við á) 4) Kosningar: a) Kjör stjórnar b) Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis 5) Ákvörðun um þóknun stjórnar 6) Önnur mál Málþingið og fundurinn er öllum opinn og eru gestir boðnir velkomnir.
Lesa meira

Fugla- og náttúruskoðunarskýli sett upp rétt norðan við Höskuldarnes.

Á dögunum var sett upp fugla- og náttúruskoðunarskýli í landi Höskuldarnes rétt norðan við Raufarhöfn. Vonir standa til að fleiri slík hús verði sett upp Melrakkasléttu á næstu árum. Það er Fuglastígur og Norðurþing sem eiga veg og vanda af húsinu sem og tveimur öðrum húsum sem staðsett eru annarsvegar við Kópasker og hins vegar á Tjörnesi. Verkefnið er styrkt af framkvæmdasjóðaferðamála. Náttúrufegurð á svæðinu er einstök, fjölskrúðugt fuglalíf, og því tilvalið að grípa með sér kaffibrúsa og með því og njóta góðrar stundar í kyrrðinni.
Lesa meira

Hreinsunardagur

Kæru Raufarhafnarbúar og aðrir umhverfisunnendur. Við ætlum að taka saman höndum og hreinsa til í umhverfi okkar! Hjálpumst að og tökum til í okkar nærumhverfi, á opnum svæðum, götum og í görðunum okkar. Laugardaginn 18. maí næstkomandi Frá klukkan 11:00 til 13:00 í áhaldahúsinu verður hægt að sækja sér poka og arka af stað! Boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki kl 13:00 þegar búið verður að gera þorpið okkar fínt. Endilega deilið viðburðinum með vinum ykkar og takið virkan þátt
Lesa meira