Fara í efni

Fréttir

Karíus og Baktus leiksýning

Karíus og Baktus leiksýning

Miðvikudagur 26. Júní kl 11:00 í sal Grunnskólans verður sýnd leiksýning fyrir börn á öllum aldri Frítt inn fyrir alla.
13.06.2019
Tilkynningar
Málþing, afhending hvatningarverðlauna og ársfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses

Málþing, afhending hvatningarverðlauna og ársfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses

Ársfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. fer fram miðvikudaginn 29. maí nk. í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn. Dagskráin hefst kl. 12:30 með sameiginlegu málþingi félagsins og Þekkingarnets Þingeyinga undir yfirskriftinni “Þróun byggðar og atvinnulífs í Þingeyjarssýslu” þar sem starfsmenn stofnananna gera grein fyrir verkefnum sem nýtast báðum stofnunum. Kl. 13:45 verða Hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga afhent í 16. sinn en tilgangur þeirra er að vekja athygli á því sem vel er gert í atvinnu- og byggðaþróun á svæðiu. Kl. 14:00 hefst svo ársfundur stofnunarinnar og er dagskrá skv. samþykktum svohljóðandi: 1) Skýrsla stjórnar 2) Staðfesting ársreiknings 3) Breytingar á stofnskrá (ef við á) 4) Kosningar: a) Kjör stjórnar b) Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis 5) Ákvörðun um þóknun stjórnar 6) Önnur mál Málþingið og fundurinn er öllum opinn og eru gestir boðnir velkomnir.
27.05.2019
Tilkynningar
Fugla- og náttúruskoðunarskýli sett upp rétt norðan við Höskuldarnes.

Fugla- og náttúruskoðunarskýli sett upp rétt norðan við Höskuldarnes.

Á dögunum var sett upp fugla- og náttúruskoðunarskýli í landi Höskuldarnes rétt norðan við Raufarhöfn. Vonir standa til að fleiri slík hús verði sett upp Melrakkasléttu á næstu árum. Það er Fuglastígur og Norðurþing sem eiga veg og vanda af húsinu sem og tveimur öðrum húsum sem staðsett eru annarsvegar við Kópasker og hins vegar á Tjörnesi. Verkefnið er styrkt af framkvæmdasjóðaferðamála. Náttúrufegurð á svæðinu er einstök, fjölskrúðugt fuglalíf, og því tilvalið að grípa með sér kaffibrúsa og með því og njóta góðrar stundar í kyrrðinni.
16.05.2019
Tilkynningar
Hreinsunardagur

Hreinsunardagur

Kæru Raufarhafnarbúar og aðrir umhverfisunnendur. Við ætlum að taka saman höndum og hreinsa til í umhverfi okkar! Hjálpumst að og tökum til í okkar nærumhverfi, á opnum svæðum, götum og í görðunum okkar. Laugardaginn 18. maí næstkomandi Frá klukkan 11:00 til 13:00 í áhaldahúsinu verður hægt að sækja sér poka og arka af stað! Boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki kl 13:00 þegar búið verður að gera þorpið okkar fínt. Endilega deilið viðburðinum með vinum ykkar og takið virkan þátt
13.05.2019
Tilkynningar
1. maí BINGO ATH engin posi á staðnum !

1. maí BINGO ATH engin posi á staðnum !

Hið árlega bingó Foreldrafélagsins Velvakanda verður haldið 1. maí kl 14:00 ! Spjaldið kostar 500 kr Veglegir viningar, sjoppan á sínum stað
30.04.2019
Tilkynningar
Betra netsamband

Betra netsamband "framfrá"

Míla hefur unnið að uppsettningu á búnaðarskáp við gatnamót Skólabrautar og Aðabrautar. Verkið er á lokametrunum og vonir standa til að það náist að klára fyrir páska Þetta bætir vonandi verulega tengingar í Holtum og Ásum sem og í skólanum og íþróttahúsinu.
09.04.2019
Tilkynningar
Rannsóknarmiðstöðin Rif

Rannsóknarmiðstöðin Rif

Rannsóknastöðin Rif hefur verið starfrækt hér á Raufarhöfn síðan 2014 Stofnunin hefur vaxið og dafnað undafarin ár, og skiptir hún sköpum hér á Raufarhöfn. Stundaðar voru ýmiskonar athuganir, s.s. á sviði skordýra-, fugla-, atferlis-, veður- og örveruvistfræði og var fjölbreyttur hópur bæði innlendra og erlendra vísindamanna og námsmanna þar að verki.
09.04.2019
Tilkynningar
Ljósmyndasamkeppni 2019

Ljósmyndasamkeppni 2019

Nú er blásið til myndasamkeppni á Raufarhöfn í annað sinn. Árið 2017 var samkeppni í gangi sem tókst vonum framar og margar fallegar myndir voru sendar inn. Allir sem myndavél geta valdið eru hvattir til að taka þátt! Myndefnið er vítt skilgreint og felur í sér allt sem snýr að Raufarhöfn og nágreni. Hver og einn má senda inn eins margar myndir og vilji er til.
03.04.2019
Tilkynningar

Bólusetning gegn mislingum í Þingeyjarsýslum

Heilsugæslustöðvar HSN í Þingeyjarsýslum munu í samræmi við ráðleggingar sóttvarnarlæknis bjóða forgangshópum upp á bólusetningu gegn mislingum. Vinsamlegast pantið tíma sem fyrst á heilsugæslustöð!
19.03.2019
Tilkynningar

Umferðartölur

18.03.2019
Tilkynningar