Á nýliðnum Menningardögum sem haldir voru á Raufarhöfn borðuðu íbúar og aðrir gestir saman í tvígang. Þriðjudaginn 1. október var boðið til súpuveislu sem Menningarnefndin galdraði fram, rétt í kringum 70 manns mættu og áttu góða stund saman. Á fimmtudeginum 3. október var hinsvegar blásið til kvöldskemmtunar þar sem íbúar komu saman með rétti frá ýmsum þjóðlöndum og settu á hlaðborð. Íslensku réttirnir voru í meirihluta en einnig voru dýrindis réttir frá Tékklandi, Danmörku, Mexico, Rúmeníu og Slóvakíu og svignaði veisluborðið undan kræsingum