Fara í efni

Matur er menning !

Á nýliðnum Menningardögum sem haldir voru á Raufarhöfn borðuðu íbúar og aðrir gestir saman í tvígang. Þriðjudaginn 1. október var boðið til súpuveislu sem Menningarnefndin galdraði fram, rétt í kringum 70 manns mættu og áttu góða stund saman. Á fimmtudeginum 3. október var hinsvegar blásið til kvöldskemmtunar þar sem íbúar komu saman með rétti frá ýmsum þjóðlöndum og settu á hlaðborð. Íslensku réttirnir voru í meirihluta en einnig voru dýrindis réttir frá Tékklandi, Danmörku, Mexico, Rúmeníu og Slóvakíu og svignaði veisluborðið undan kræsingum
Kórinn söng nokkur lög undir stjórn Stefaníu Sigurgeirsdóttur og tók salurinn vel undir. Þessi hefð hefur haldist á Menningardögum í mörg ár, aukin áhersla var á að fá erlendu íbúana okkar til að koma með sína rétti í ár og tókst bærilega til, og er ekki annað hægt en að hlakka til næsta árs !