Fara í efni

Bifröst, brú milli mannheima og goðheima opnuð.

Á dögunum var Bifröst, göngubrúin við Heimskautsgerðið á Raufarhöfn formlega opnuð.
Brúin er frá bílastæðinu og uppí Heimskautsgerðið. 
Létt kynning var á stöðu Heimskautsgerðisins í félagsheimilinu, þar sem Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir fór yfir stöðuna. Kristrún starfaði í sumar sem leið hjá Þekkingarneti Þingeyinga við gagnaöflun, upplýsingagjöf og fleira tengt verkefninu.
Að kynningu lokinni var gengið uppí Heimskautsgerði undir leiðsögn Halldóru Gunnardóttur hjá ferðarfélaginu Norðurslóð og göngubrúin formlega opnuð í framhaldinu. Að sama tilefni var gestabókakassi sem Blikkrás gaf tekin í notkun.

Hér má líka sjá skemmtilegt myndband sem tekið var af Reyni Þorsteinsyni umræddan dag.