Fréttir

Raufarhafnarbúar og velunnarar styrkja tækjakaup myndarlega

Mikið hefur áunnist síðustu daga hjá vinnuhóp sem vinnur hörðum höndum að því að safna fjármunum, kaupa og setja upp búnað og tæki í íþróttamiðstöðina á Raufarhöfn. Nú þegar er búið að fjárfesta í Cable Cross, fylgihlutum og hnébeygjurekka. Verið er að skoða hlaupabretti og markþjálfa, sundtæki og kaðla fyrir börnin í íþróttahús. Ræktin er farin að taka á sig góða mynd og er mikil tilhlökkun að samkomubanni verði aflétt svo íbúar og gestir geti farið að flykkjast í íþróttahúsið að nýju. Enn er hægt að leggja verkefninu lið, bankaupplýsingar UMFL Austra eru 0179-05-000110 Kt: 570785-0369. Margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt
Lesa meira

Íbúar Raufarhafnar hafa tekið höndum saman við að kaupa tæki og tól í íþróttamiðstöðina.

Vinnuhópur er að störfum á Raufarhöfn með það að markmiði að safna fyrir tækjum í íþróttamiðstöðina. Nú þegar er talsvert af búnaði komið, en við eigum svolítið í land ennþá, það kemur vonandi með hækkandi sól. Bankaupplýsingar UMF Austra eru eftirfarandi fyrir þá sem vilja leggja verkefninu lið: 0179-05-000110 Kt: 570785-0369
Lesa meira

Vantar þig eitthvað úr búð ???

Í ljósi samkomubanns og þeirrar staðreyndar að við hér á Raufarhöfn eigum mikið af eldri borgurum sem þurfa að passa sig sérstaklega vel þessa dagana, hefur hverfisráð ákveðið að óska eftir sjálfboðaliðum til að fara í búð og sinna erindum fyrir þá sem þurfa á því að halda. Margir hafa nú þegar einhvern fyrir sig en mögulega eru einhverjir þarna úti sem vantar aðstoð. Þeir sem hafa upplýsingar um slíka aðila mega endilega hafa samband. Við óskum einnig eftir fólki sem er tilbúið að bjóða fram aðstoð og hvetjum þá sem vilja nýta þess þjónustu til að hafa samband. Ingibjörg sími: 855-1160 / netfang: ingibjorg@raufarhofn.is Nanna sími: 464-9882/ 8688647 netfang@nanna@ssne.is
Lesa meira

Þorrablót Raufarhafnar

Þorrablót Raufarhafnar verður haldið í Félagsheimilinu Hnitbjörgum laugardaginn 8.febrúar n.k. Forsala miða verður í Hnitbjörgum sama dag frá kl.12:00 - 13:00 og er miðaverð 5.000 krónur. Þið komið með matinn á gamla mátann en við bjóðum upp á pappadiska, plasthnífapör og glös
Lesa meira

Íslenskunámskeið Icelandic language course

Íslenska lA Icelandic language course Advertise from Þekkingarnet Þingeyinga: This is a course for beginners where students learn the Icelandic alphabet, pronunciation and basic vocabulary. Students practice speaking, understanding, reading and writing basic sentences through diverse learning methods. Basic grammar is introduced in relation to the learning material
Lesa meira

Skötuveisla

Margt um manninn í skötuveislu
Lesa meira

Jólaball

Jóla-jóla ball
Lesa meira

Ljósmyndasamkeppni úrslit

Á dögunum voru úrslit í ljósmyndasamkeppnin sem verið hefur í gangið síðan síðsumars gerð kunn. Myndirnar sem bárust má sjá hér neðst á síðunni í myndagallerí. Dómnefndinni sátu Ólafur Gísli Agnarsson, Gréta Bergrún Jóhannsdóttir og Regína Steingrímsdóttir og er þeim þakkað kærlega fyrir að gefa tíma sinn. Búið er að hafa samband við vinningshafana, er öllum sem tóku þátt þakkað kærlega fyrir þáttakunna. 1. sæti Aðalsteinn Atli Guðmundsson 2. sæti Ríkharður Guðmundsson 3. sæti Ríkharður Guðmundsson Skemmtilegasta myndin: Börn í 1-5 bekk í Raufarhafnarskóla.
Lesa meira

Hversdagsleikhúsið í ráðhúsinu á Raufarhöfn

Þjóðleikhúsið stendur fyrir listgjörningi um allt land. Hversdagsleikhúsið er að finna á 10 stöðum. Einn af þeim stöðum er Raufarhöfn. Hversdagslegt rými er leiksviðið, fólk að störfum og gestir og gangandi í hversdagslegum erindagjörðum verða leikarar og þeim sem sest í sætið býðst að verða áhorfandi og vonandi sjá hversdagsleikann í öðru ljósi. Líttu við í ráðhúsið og fylgstu með hversdagsleikanum á Raufarhöfn !
Lesa meira

Jólatrésleiðangur

Næstkomandi þriðjudag (12. nóvember) ætla börnin í Grunnskóla Raufarhafnar að fara í Ásbyrgi og velja jólatré sem prýða á þorpið okkar á jólahátíðinni. Áætlað er að vera kl 13:50 í Byrginu. Öllum er frjálst að koma með og aðstoða við að velja tréð ! Ef veður leyfir verður boðið uppá kakó og smákökur á eftir.
Lesa meira