Fara í efni

Vantar þig eitthvað úr búð ???

Í ljósi samkomubanns og þeirrar staðreyndar að við hér á Raufarhöfn eigum mikið af eldri borgurum sem þurfa að passa sig sérstaklega vel þessa dagana, hefur hverfisráð ákveðið að óska eftir sjálfboðaliðum til að fara í búð og sinna erindum fyrir þá sem þurfa á því að halda.   Margir hafa nú þegar einhvern fyrir sig en mögulega eru einhverjir þarna úti sem vantar aðstoð. Þeir sem hafa upplýsingar um slíka aðila mega endilega hafa samband.
Við óskum einnig eftir fólki sem er tilbúið að bjóða fram aðstoð og hvetjum þá sem vilja nýta þess þjónustu til að hafa samband.Ingibjörg sími: 855-1160 / netfang: ingibjorg@raufarhofn.is

Nanna sími: 464-9882/ 8688647 netfang: nanna@ssne.is