Mikið um ferðamenn á Raufarhöfn það sem af er sumri
Strax um miðjan maí fór landinn að flykkjast vítt og breitt um landið. Raufarhöfn hefur verið vinsæll áfangastaður enda mikið að skoða í og við þorpið.
Sumartraffíkin á veitingastað Hótel Norðurljósa hefur farið langt fram úr björtustu vonum, aðrir ferðaþjónustuaðilar taka í sama streng. Tjaldstæðið hefur verið yfirfullt dag eftir dag enda einmuna veðurblíða á norðausturhorninu.
Stjórn Heimskautsgerðis í samvinnu við Háskóla Íslands og Norðurþing kom upp teljara við Heimskautgerðið í lok maí 2019.
2.943 gestir í júní, þetta er fyrsti mánuðurinn sem hægt er að bera saman milli ára. Samkvæmt því fækkaði gestum 13% í júní milli áranna 2019 og 2020 en skv. sérfróðum aðilum þá þykir það býsna gott á veirutímum. Til samanburðar er fækkun á stórum ferðamannastöðum allt að 80 % þar sem staðan er hvað verst.
Heimskautsgerðið hefur greinilega mikið aðdráttarafl og gaman að því hve margir heimsækja það.
Skýrsluna í heild sinni má sjá hér: