Þorrablót Raufarhafnar

Þorrablót Raufarhafnar verður haldið í Félagsheimilinu Hnitbjörgum laugardaginn 8.febrúar n.k. Forsala miða verður í Hnitbjörgum sama dag frá kl.12:00 - 13:00 og er miðaverð 5.000 krónur.
Þið komið með matinn á gamla mátann en við bjóðum upp á pappadiska, plasthnífapör og glös :) Miða- og borðapantanir verða að berast í síðasta lagi 6. febrúar og sendist á maggas80@simnet.is. Ef fólk ætlar að sitja saman er best að skrá sig saman. Húsið opnar kl 19.30 og borðhald hefst kl. 20:00.
Að skemmtidagskrá lokinni mun hljómsveitin SOS leika fyrir dansi og aldurstakmark er 18 ára. Miði á bara ball 3500 kr.

Botninn er á sínum stað, en fyrriparturinn er svohljóðandi:
Gerum okkur glaða stund
og gleymum öllu streði.

Síðasti skiladagur er 7. febrúar 2020 kl 17. og verður kassinn í versluninni Urð.

Hægt er að panta gistingu á Raufarhöfn
Hótel Norðurljós, Hólmsteinn s:8981162
Hreiðrið, Halldóra s:7829930
Gistiheimilið Sólsetur, Kristjana s: 8493536