Kaffisamsæti á 17. júní

Jóhannes og Ragnhildur, okkar tvíeyki í heilsugæslu og sjúkraflutningum til fjölda ára, voru heiðursgestir í 17.júní kaffisamsæti Raufarhafnarbúa og nágrennis í dag. Heiðurshjón sem leita nú á vit nýrra ævintýra og flytja burt úr samfélaginu. Fjölmenni var í kaffinu í blíðskapar veðri.