Fyrir nokkrum mánuðum fékk ég furðulegt símtal. Þar var kona á hinum endanum að reyna að útskýra fyrir ómenningarvitanum mér eitthvað um þátttökulistaverk. Hún og ein önnur hefðu fengið styrk til að útbúa listaverk sem felst í upplifun þátttakandans. Þetta yrði framkvæmt á fjórum stöðum á landinu á sama tíma, á skírdag. Skiljanlega höfðu þær valið Raufarhöfn. Myndir frá deginum má finna í tengli í fréttinni.