Fara í efni

Kvennahlaupið og fjölskylduskemmtun 17. júní

Laugardaginn 17. júní verður Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ. Lagt verður af stað frá skólanum kl.11:00.

Athugið að ekki er hægt að greiða fyrir bolina með korti.

Í tilefni þjóðhátíðardagsins ætlar UMF Austri að sjá um fjölskylduskemmtun. 

Kl. 13:00 opnar blöðrusala í Kaffi Ljósfangi og hægt verður að fá andlitsmálun.

kl. 13:30 verður gengið út á sparkvöll þar sem fjölskyldan fer saman í leiki.

Athugið að það verður að greiða fyrir blöðrur með peningum.

Að sjálfsögðu verður boðið upp á grillaða hamborgara og gos/ávaxtasafa.

Fjölmennum og eigum góða stund saman.

Stjórn UMF Austra