Ásdís las upp úr bók sinni Utan þjónustusvæðis
Ásdís Thoroddsen sem er flestum Raufarhafnarbúum kunnug mætti í gærkvöldi í Ljósfang og var þar með bókakynningu. Ásdís á ásamt fleirum gamla Kaupfélagið á Raufarhöfn og hefur verið að gera það glæsilega upp. Hún er leikstjóri, framleiðandi og leikskáld. Nú hefur hún bætt einni fjöður í hattinn og skrifaði sína fyrstu skáldsögu fyrir stuttu.
05.12.2016