Ráðstefnan er haldin á vegum IPTRN, samtaka fræðafólks sem rannsakar ferðamennsku á norðurslóðum. IPTRN leggur áherslu á að skilja hvata og áskoranir tengdar ferðaþjónustu á afskekktum svæðum norður- og suðurskauts. Íbúar eru hvattir til að kynna sér dagskrána og allir fyrirlestrar og samfélagsvinnustofan eru opnir og gjaldfrjálsir. Hægt verður að kaupa veitingar á staðnum.