Fara í efni

Ásdís las upp úr bók sinni Utan þjónustusvæðis

Þetta var fallegt en dimmt sunnudagskvöld enda óvanalegur hiti hér um slóðir og því engin mjöll á jörðu niðri. Í Ljósfang hafði safnast saman fólk til að hlýða á Ásdísi lesa upp úr vel völdum bókum og fá sér kakó sopa til að ylja sér við á meðan að lestri stæði. Þétt var setið og naut fólkið lestursins og veitinganna. 

Ásdís las upp úr bókinni Forystufé sem hefur að geyma ótrúlega áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af átökum sauðamanna og forystufés. Þá las hún upp úr sinni eigin bók Utan þjónustusvæðis sem fjallar um lífið í litlu sjávarþorpi út á landi. Hvernig fámennið og kyrrðin getur haft mismunandi áhrif á fólk og samskipti. Sagan er dimm að vissu leyti og spennandi en fjallar þó aðallega um fólkið á staðnum, breyskleika og eiginleika. Að síðustu las hún upp úr bók eftir systur sína Halldóru Thoroddsen. 

Kvöldið var vel heppnað og margir sem lögðu leið sína í Ljósfang. Svava stóð vaktina og skenkti fólki kakó eftir þörfum. 

Kveðja Silja Jóhannesdóttir