Fara í efni

Fundir um fuglaskoðunarskýli á Norðausturlandi

Fuglastígur á Norðausturlandi hefur undanfarin misseri verið í samstarfi við arkitektastofuna Biotope frá Norður-Noregi sem hefur sérhæft sig í hönnun innviða til fuglaskoðunar. Í samstarfi við heimafólk hafa þau safnað gögnun til greiningar á hvar sé heppilegt að setja upp aðstöðu til að skoða/ljósmynda fugla á svæðinu. Mánudaginn 7. nóvember nk. mun Biotope kynna þessa vinnu, ásamt frumteikningum þeirra af fuglaskoðunarskýlum fyrir útvalda staði. Umræður á eftir.

- Mánudaginn 7. nóvember kl. 9:30 í Miklagarði á Vopnafirði

- Mánudaginn 7. nóvember kl. 17:00 í Þórsveri á Þórshöfn 

 

- Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 13:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Norðurþings á Húsavík

 

- Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 18:00 á Akureyri - Nauðsýnlegt er að skrá sig á mariat@akureyri.is

 

- Miðvikudaginn 9. nóvember kl. 13:00 í Húnaveri á ferðamáladegi Norðurlands vestra - Óskað er eftir skráningu á david@ssnv.is

Allt áhugafólk um fuglaskoðun og fuglatengda ferðaþjónustu er hvatt til að mæta.

Fuglastígur á Norðausturlandi