Fara í efni

Opið hús á Raufarhöfn- Rauði krossinn

Í framhaldi af kynningarviku Rauða krossins 26. september til 2. október, ætlar Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu að vera með opið hús á Félaganum Bar á Raufarhöfn þriðjudaginn 25. október milli kl 17:30 og 19:00. Við hvetjum íbúa til að kíkja til okkar og kynna sér margvíslega starfsemi deildarinnar. Ný neyðarvarnakerra verður til sýnis ásamt þeim búnaði sem í henni er. Heitt verður á könnunni og bakkelsi með.
Allir velkomnir!