Fara í efni

Fréttir

Opin fundur.

Opin fundur á „Félaganum“, Raufarhöfn, miðvikudagskvöldið 25. nóvember
25.11.2015

Neyðarvarnir RKÍ í Þingeyjarsýslu

Neyðarvarnir RKÍ í Þingeyjarsýslu Vegna veðurs og færðar varð að fresta fundinum sem fyrirhugaður var í síðustu viku.
25.11.2015
Matgæðingur vikunnar- Fiskréttur

Matgæðingur vikunnar- Fiskréttur

Betra er seint en aldrei og þessa vikuna býður hún María Peters upp á ljúffengan fiskrétt. Hlekk á uppskriftina má finna í fréttinni og hér til hliðar. María skorar á Jónas Friðrik til að bjóða upp á næstu uppskrift.
13.11.2015
Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir samgönguþingi í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 19. nóvember kl. 13:30. Þar verður fjallað um samgöngur á landi og í lofti frá sjónarhorni ferðaþjónustunnar. Norðurhjari, ferðaþjónustusamtök hvetja alla sem tök hafa á til að mæta á samgönguþingið og taka þátt í umræðunum.
13.11.2015
Raufarhöfn hápunktur í ferðalýsingum Discover the world

Raufarhöfn hápunktur í ferðalýsingum Discover the world

Flugfélagið Discover the world mun fljúga til Egilsstaða næsta sumar. Sjá má í lýsingu þeirra á þessum nýja viðkomustað að Raufarhöfn er nefnt í lista hápunkta varðandi áfangastaðinn. Ferðamenn fá þá að sjá Heimskautsgerðið, Drekann, allar fuglategundirnar, náttúruna og síðast en ekki síst fá þeir að komast í tæri við hina frábæru heimamenn sem hér eru :) Hægt er að smella á sjálfa fréttina þegar smellt er á "Lesa meira"
11.11.2015
Skiltavæðing Raufarhafnar

Skiltavæðing Raufarhafnar

Verkefnastjóra Raufarhafnar og framtíðar vantar fólk með sér í að greina skiltaþörf bæjarins. Einnig ef einhver veit til þess að slík vinna hafi átt sér stað áður og veit um niðurstöður frá slíkri vinnu þá væri það líka vel þegið. Það var ákveðið á íbúafundi að veita fé í að skiltavæða Raufarhöfn. Það var mikill vilji til að forvinna það vel, skilgreina hvaða skilti þarf og hvernig útlitið á að vera.
09.11.2015
Matgæðingur vikunnar snýr aftur! Sælgætisostakaka

Matgæðingur vikunnar snýr aftur! Sælgætisostakaka

Matgæðingur vikunnar snýr aftur og núna er það hún Bergdís sem býður upp á ljómandi uppskrift að ostaköku. Hún skorar á Maríu Peters Sveinsdóttur til að koma með uppskrift í næstu viku. Uppskriftina má finna í fréttinni eða hér til hliðar á síðunni.
04.11.2015
Ljósmyndakeppnin- allar myndirnar

Ljósmyndakeppnin- allar myndirnar

Loksins fá allir að sjá allar myndirnar sem okkur bárust í ljósmyndasamkeppnina. Enda ekki seinna vænna, bráðum verður sett af stað vetrarljósmyndakeppni :) Hægt er að finna link á allar myndirnar í fréttinni.
28.10.2015
Íbúafundur 21. október

Íbúafundur 21. október

Haldin var góður íbúafundur síðastliðin miðvikudag og þar voru markmið verkefnisins lögð fyrir bæjarbúa. Í stórum dráttum voru þau samþykkt og hægt er að finna þau í fréttinni eins og þau voru lögð fyrir fundinn. Verkefnastjórn og verkefnastjóri eiga eftir að funda varðandi þær tillögur sem komu fram og aðlaga skjalið að þeim. Í framhaldinu verða markmiðin brotin niður í smærri aðgerðir og unnið eftir því.
28.10.2015
Könnun varðandi aðstöðu í sundlauginni

Könnun varðandi aðstöðu í sundlauginni

Kjartan Páll Þórarinsson, Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Norðurþings, bað mig að dreifa könnun frá Tómstunda- og æskulýðsnefnd varðandi aðstöðu sundlagarinnar hjá okkur. Endilega takið þátt og nýtið ykkur opna textareitinn til að segja frekar frá ykkar afstöðu varðandi sundlaugina. Linkinn á könnunina má finna inn í fréttinni. Einungis er beðið um heimilisfang og kennitölu svo hægt sé að koma í veg fyrir að viðkomandi sé að kjósa oftar en einu sinni en verður vinsað frá svo könnunin verður ekki persónugreinanleg.
22.10.2015
Upplýsingafundur Raufarhafnar og framtíðar

Upplýsingafundur Raufarhafnar og framtíðar

Verkefnið Raufarhöfn og framtíðin bjóða til upplýsingafundar í félagsheimilinu Hnitbjörgum þann 21. Október. Fundurinn hefst 17:00 og er áætlað að hann standi í tvo tíma.
16.10.2015