Fara í efni

Fréttir

Hrútadagur rann upp bjartur og fagur í kjölfar góðra menningardaga

Hrútadagur rann upp bjartur og fagur í kjölfar góðra menningardaga

Líkt og undanfarin ár hafa Raufarhafnarbúar staðið fyrir Menningardögum sem enda svo í Hrútadegi. Þetta árið var engin undantekning.
16.10.2015
Norðurhjari

Samgönguráðstefna Norðurhjara

Samskipti, samfélag og þróun Mikilvægi bættra samgangna kom skýrt fram í máli frummælenda og gesta á samgönguráðstefnu Norðurhjara, ferðaþjónustusamtaka nú í lok september. Ráðstefnan, var haldin í Skúlagarði í Kelduhverfi og var fjölsótt af ferðaþjónustuaðilum, sveitarstjórnarfólki, íbúum svæðisins og aðliggjandi svæða, þingmönnum kjördæmisins, starfsfólki stoðkerfisins og fleirum. Starfssvæði Norðurhjara er frá Kelduhverfi austur á Bakkafjörð.
07.10.2015
Saltfisknámskeið heppnaðist vel

Saltfisknámskeið heppnaðist vel

Fyrir rúmri viku hélt Þekkingarnet Þingeyinga velheppnað námskeið hér á Raufarhöfn. Hrólfur Jón Flosason yfirkokkur á fosshótel Húsavík mætti á svæðið og kenndi nemendum að elda fjóra saltfiskrétti. Smellið á meira og lesið um námskeiðið og sjáið fleiri myndir.
28.09.2015
BÍÓ á Raufarhöfn

BÍÓ Þriðjudaginn 29 September

BÍÓ Þriðjudaginn 29 September
28.09.2015
Uppbyggingarsjóður auglýsir verkefnastyrki í Þingeyjarsýslu- viðtalstímar hjá Ráðgjafa

Uppbyggingarsjóður auglýsir verkefnastyrki í Þingeyjarsýslu- viðtalstímar hjá Ráðgjafa

Ari Páll Pálsson verður á skrifstofu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga í stjórnsýsluhúsinu á Raufarhöfn, þriðjudaginn 22. september næstkomandi á milli 13:00 og 14:30 með ráðgjöf. Hægt er að panta tíma í síma 4640416 eða í tölvupósti aripall@atthing.is
18.09.2015
Dagskrá Menningar- og Hrútadaga!

Dagskrá Menningar- og Hrútadaga!

Nú líður að aðalskemmtun ársins, Menningar- og Hrútadögum. Dagskráin er metnaðarfull og vonandi eitthvað fyrir alla.
17.09.2015

Átak til atvinnusköpunar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til Atvinnusköpunar. Endilega skoðið auglýsinguna :)
07.09.2015
Hrútadagurinn 2015- Lumar þú á hrút eða hugmynd?

Hrútadagurinn 2015- Lumar þú á hrút eða hugmynd?

Kæru bændur. Hrútadagurinn verður haldin laugardaginn 3. október og var Hrútadagurinn í fyrra sá stærsti hingað til þó að sala á hrútum hefði mátt vera betri. Undirstaða Hrútadagsins er að bændur mæti með hrúta og að þeir seljist og við viljum endilega heyra ykkar hugmyndir um hvernig hægt sé að láta þann þátt dagsins verða enn betri. Eins óskum við eftir skráningum þeirra bænda sem hugsa sér að koma með hrúta og erum við spennt að heyra frá ykkur. Þið getið haft samband við Nönnu í síma 8688647 / 4621288 og á netfangið nannast@internet.is. Við vonum að þið sjáið ykkur fært að mæta með hrútana ykkar á Hrútadaginn í ár :)
01.09.2015
Menningardagar 2015- hefur þú hugmynd?

Menningardagar 2015- hefur þú hugmynd?

Menningardaganefnd Raufarhafnar auglýsir eftir hugmyndum fyrir menningardaga sem fara fram 26. september- 2. október næstkomandi. Þetta árið líkt og í fyrra verða menningardagar og hrútadagar saman og í fyrra var hátíðin í heild sú stærsta hingað til. Endilega takið þessa daga frá og það verður nóg um að vera, sagnanámskeið, skrínukostur og fleira. Ef þið hafið hugmyndir þá getið sent póst á silja@atthing.is eða haft samband í síma 8661775.
01.09.2015
Fín þátttaka í ljósmyndasamkeppni

Fín þátttaka í ljósmyndasamkeppni

Um tíu manns sendu inn eina eða fleiri mynd í samkeppnina og á næstu dögum verða myndirnar birtar. Dómarar fara að vinna vinnuna sína og úrslit verða vonandi ljós í byrjun næstu viku. Við þökkum öllum sem tók þátt, algjörlega frábært :)
31.08.2015