11.12.2015
Skólinn hélt svo sína árlegu 1. des hátíð og var vel mætt. Krakkarnir stigu á stokk með söng og gleði. Boðið var upp á kaffi og með því og fóru allir heim með jólafögnuð í farteskinu. Í fréttinni má sjá myndir frá hátíðinni.
Lesa meira
12.12.2015
Kristjána ætlar að opna vinnustofuna sína að Aðalbraut 37 fyrir gestum og gangandi laugardaginn 12. des á milli 13:00 og 17:00. Það er um að gera að kíkja á málverkin hennar og annað handverk sem hún vinnur að.
Lesa meira
28.11.2015
Ljósfang verður opið laugar- og sunnudaga á milli 15:00 og 18:00 fram að jólum. Ljósfang er komið í jólaskap og langar að fagna aðventunni með bæjarbúum. Hvetjum alla til að mæta og ná sér í kaffi, kakó og jafnvel eitthvað með því.
Lesa meira
26.11.2015
Í kvöld verða aðventukransar búnir til í Breiðablik klukkan 20:00. Þeir sem munu búa til kransa eru nú þegar búnir að kaupa efni og ekki hægt að vera með í að búa til krans nema þið lumið á efni sjálf.
Hinsvegar er öllum sjálfsagt að mæta og upplifa smá jólastemmningu, kaffi, kakó, kökur og jólalög á fóninum. Væri gaman að sjá sem flesta :) Sjá hlekk á viðburðinn á facebook hér undir "lesa meira".
Lesa meira
25.11.2015
Opin fundur á „Félaganum“, Raufarhöfn, miðvikudagskvöldið 25. nóvember
Lesa meira
26.11.2015
Neyðarvarnir RKÍ í Þingeyjarsýslu
Vegna veðurs og færðar varð að fresta fundinum sem fyrirhugaður var í síðustu viku.
Lesa meira
13.11.2015
Betra er seint en aldrei og þessa vikuna býður hún María Peters upp á ljúffengan fiskrétt. Hlekk á uppskriftina má finna í fréttinni og hér til hliðar. María skorar á Jónas Friðrik til að bjóða upp á næstu uppskrift.
Lesa meira
19.11.2015
Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir samgönguþingi í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 19. nóvember kl. 13:30. Þar verður fjallað um samgöngur á landi og í lofti frá sjónarhorni ferðaþjónustunnar. Norðurhjari, ferðaþjónustusamtök hvetja alla sem tök hafa á til að mæta á samgönguþingið og taka þátt í umræðunum.
Lesa meira
11.11.2015
Flugfélagið Discover the world mun fljúga til Egilsstaða næsta sumar. Sjá má í lýsingu þeirra á þessum nýja viðkomustað að Raufarhöfn er nefnt í lista hápunkta varðandi áfangastaðinn. Ferðamenn fá þá að sjá Heimskautsgerðið, Drekann, allar fuglategundirnar, náttúruna og síðast en ekki síst fá þeir að komast í tæri við hina frábæru heimamenn sem hér eru :) Hægt er að smella á sjálfa fréttina þegar smellt er á "Lesa meira"
Lesa meira
09.11.2015
Verkefnastjóra Raufarhafnar og framtíðar vantar fólk með sér í að greina skiltaþörf bæjarins. Einnig ef einhver veit til þess að slík vinna hafi átt sér stað áður og veit um niðurstöður frá slíkri vinnu þá væri það líka vel þegið.
Það var ákveðið á íbúafundi að veita fé í að skiltavæða Raufarhöfn. Það var mikill vilji til að forvinna það vel, skilgreina hvaða skilti þarf og hvernig útlitið á að vera.
Lesa meira