Fara í efni

Eyðibýlahringur á Langanesi


Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir göngu um svokallaðan eyðibýlahring á Langanesi næsta laugardag, 29. ágúst. Fræðst verður um sögu bæjanna og byggðarinnar, umhverfið og fjöllin.
Hringurinn er um 15 km.  Mestur hluti leiðarinnar er gott gönguland en á köflum er farið yfir þýft og óslétt land. Góð æfing fyrir göngurnar.
Lagt verður af stað frá Farfuglaheimilinu Ytra Lóni á Langanesi kl. 11:00. Þátttakendur mæti með nesti og eitthvað að drekka, á góðum skóm og klæddir eftir veðri.
Að göngu lokinni er upplagt að fara á kaffihlaðborð á Kaffi Smala.