04.11.2015
Matgæðingur vikunnar snýr aftur og núna er það hún Bergdís sem býður upp á ljómandi uppskrift að ostaköku. Hún skorar á Maríu Peters Sveinsdóttur til að koma með uppskrift í næstu viku. Uppskriftina má finna í fréttinni eða hér til hliðar á síðunni.
Lesa meira
28.10.2015
Loksins fá allir að sjá allar myndirnar sem okkur bárust í ljósmyndasamkeppnina. Enda ekki seinna vænna, bráðum verður sett af stað vetrarljósmyndakeppni :) Hægt er að finna link á allar myndirnar í fréttinni.
Lesa meira
28.10.2015
Haldin var góður íbúafundur síðastliðin miðvikudag og þar voru markmið verkefnisins lögð fyrir bæjarbúa. Í stórum dráttum voru þau samþykkt og hægt er að finna þau í fréttinni eins og þau voru lögð fyrir fundinn. Verkefnastjórn og verkefnastjóri eiga eftir að funda varðandi þær tillögur sem komu fram og aðlaga skjalið að þeim. Í framhaldinu verða markmiðin brotin niður í smærri aðgerðir og unnið eftir því.
Lesa meira
22.10.2015
Kjartan Páll Þórarinsson, Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Norðurþings, bað mig að dreifa könnun frá Tómstunda- og æskulýðsnefnd varðandi aðstöðu sundlagarinnar hjá okkur. Endilega takið þátt og nýtið ykkur opna textareitinn til að segja frekar frá ykkar afstöðu varðandi sundlaugina. Linkinn á könnunina má finna inn í fréttinni. Einungis er beðið um heimilisfang og kennitölu svo hægt sé að koma í veg fyrir að viðkomandi sé að kjósa oftar en einu sinni en verður vinsað frá svo könnunin verður ekki persónugreinanleg.
Lesa meira
21.10.2015
Verkefnið Raufarhöfn og framtíðin bjóða til upplýsingafundar í félagsheimilinu Hnitbjörgum þann 21. Október. Fundurinn hefst 17:00 og er áætlað að hann standi í tvo tíma.
Lesa meira
16.10.2015
Líkt og undanfarin ár hafa Raufarhafnarbúar staðið fyrir Menningardögum sem enda svo í Hrútadegi. Þetta árið var engin undantekning.
Lesa meira
07.10.2015
Samskipti, samfélag og þróun
Mikilvægi bættra samgangna kom skýrt fram í máli frummælenda og gesta á samgönguráðstefnu Norðurhjara, ferðaþjónustusamtaka nú í lok september. Ráðstefnan, var haldin í Skúlagarði í Kelduhverfi og var fjölsótt af ferðaþjónustuaðilum, sveitarstjórnarfólki, íbúum svæðisins og aðliggjandi svæða, þingmönnum kjördæmisins, starfsfólki stoðkerfisins og fleirum. Starfssvæði Norðurhjara er frá Kelduhverfi austur á Bakkafjörð.
Lesa meira
28.09.2015
Fyrir rúmri viku hélt Þekkingarnet Þingeyinga velheppnað námskeið hér á Raufarhöfn. Hrólfur Jón Flosason yfirkokkur á fosshótel Húsavík mætti á svæðið og kenndi nemendum að elda fjóra saltfiskrétti. Smellið á meira og lesið um námskeiðið og sjáið fleiri myndir.
Lesa meira
28.09.2015
BÍÓ Þriðjudaginn 29 September
Lesa meira