Fréttir

Matgæðingur vikunnar snýr aftur! Sælgætisostakaka

Matgæðingur vikunnar snýr aftur og núna er það hún Bergdís sem býður upp á ljómandi uppskrift að ostaköku. Hún skorar á Maríu Peters Sveinsdóttur til að koma með uppskrift í næstu viku. Uppskriftina má finna í fréttinni eða hér til hliðar á síðunni.
Lesa meira

Barsvar með Hrekkjavökustemmningu- Félaginn Bar

Lesa meira

Ljósmyndakeppnin- allar myndirnar

Loksins fá allir að sjá allar myndirnar sem okkur bárust í ljósmyndasamkeppnina. Enda ekki seinna vænna, bráðum verður sett af stað vetrarljósmyndakeppni :) Hægt er að finna link á allar myndirnar í fréttinni.
Lesa meira

Íbúafundur 21. október

Haldin var góður íbúafundur síðastliðin miðvikudag og þar voru markmið verkefnisins lögð fyrir bæjarbúa. Í stórum dráttum voru þau samþykkt og hægt er að finna þau í fréttinni eins og þau voru lögð fyrir fundinn. Verkefnastjórn og verkefnastjóri eiga eftir að funda varðandi þær tillögur sem komu fram og aðlaga skjalið að þeim. Í framhaldinu verða markmiðin brotin niður í smærri aðgerðir og unnið eftir því.
Lesa meira

Könnun varðandi aðstöðu í sundlauginni

Kjartan Páll Þórarinsson, Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Norðurþings, bað mig að dreifa könnun frá Tómstunda- og æskulýðsnefnd varðandi aðstöðu sundlagarinnar hjá okkur. Endilega takið þátt og nýtið ykkur opna textareitinn til að segja frekar frá ykkar afstöðu varðandi sundlaugina. Linkinn á könnunina má finna inn í fréttinni. Einungis er beðið um heimilisfang og kennitölu svo hægt sé að koma í veg fyrir að viðkomandi sé að kjósa oftar en einu sinni en verður vinsað frá svo könnunin verður ekki persónugreinanleg.
Lesa meira

Upplýsingafundur Raufarhafnar og framtíðar

Verkefnið Raufarhöfn og framtíðin bjóða til upplýsingafundar í félagsheimilinu Hnitbjörgum þann 21. Október. Fundurinn hefst 17:00 og er áætlað að hann standi í tvo tíma.
Lesa meira

Hrútadagur rann upp bjartur og fagur í kjölfar góðra menningardaga

Líkt og undanfarin ár hafa Raufarhafnarbúar staðið fyrir Menningardögum sem enda svo í Hrútadegi. Þetta árið var engin undantekning.
Lesa meira

Samgönguráðstefna Norðurhjara

Samskipti, samfélag og þróun Mikilvægi bættra samgangna kom skýrt fram í máli frummælenda og gesta á samgönguráðstefnu Norðurhjara, ferðaþjónustusamtaka nú í lok september. Ráðstefnan, var haldin í Skúlagarði í Kelduhverfi og var fjölsótt af ferðaþjónustuaðilum, sveitarstjórnarfólki, íbúum svæðisins og aðliggjandi svæða, þingmönnum kjördæmisins, starfsfólki stoðkerfisins og fleirum. Starfssvæði Norðurhjara er frá Kelduhverfi austur á Bakkafjörð.
Lesa meira

Saltfisknámskeið heppnaðist vel

Fyrir rúmri viku hélt Þekkingarnet Þingeyinga velheppnað námskeið hér á Raufarhöfn. Hrólfur Jón Flosason yfirkokkur á fosshótel Húsavík mætti á svæðið og kenndi nemendum að elda fjóra saltfiskrétti. Smellið á meira og lesið um námskeiðið og sjáið fleiri myndir.
Lesa meira

BÍÓ Þriðjudaginn 29 September

BÍÓ Þriðjudaginn 29 September
Lesa meira