Fara í efni

Rannsóknarstöðin Rif- rífandi gangur

  Jónína Sigríður Þorláksdóttir er komin til starfa við Rannsóknarstöðinni Rifi. Henni er ætlað að  innleiða regluverk Interact sem er félag rannsóknarstöðva á norðlægum slóðum og koma að  stefnumótun og hjálpa til við að setja upp ýmsar rannsóknir sem að svæðinu snúa. Í hennar  verkarhring er að koma stöðinni á kortið og fá hingað vísindamenn sem hafa hug á að stunda hér  rannsóknir. Áherslan er á rannsóknir sem snúa að áhrifum loftlagsbreytinga á vistkerfi á  norðlægum slóðum. Á næstu vikum verður sett upp heimasíða fyrir stöðina ásamt facebook síðu  og öðru kynningarefni komið í gang. 

Jónína er með BS próf í líffræði og leggur stund á MSc nám í Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hún nýtir tímann með vinnu til að skrifa lokaritgerð í því námi. Hún er svæðinu kunnug þar sem hún ólst upp á Svalbarði í Þistilfirði. 

Við bjóðum Jónínu velkomna til starfa og hlökkum til að sjá Rannsóknarstöðina vaxa og dafna.