Matgæðingur vikunannar- Grillaður saltfiskur.

Mér finnst tilvalið að vera með grillaðan saltfisk þar sem að nýleg saltfiskvinnsla er nú á staðnum og þessi rjómablíða er dag eftir dag.

Grillaður saltfiskur
500 – 700 gr útvatnaður saltfiskur

Blanda saman
2 dl ólifuolíu
1 stk. rauðlauk, smátt skorinn
3 hvítlauksrif
svartur pipar, mulinn
skvetta af hvítvínsediki

Fiskurinn skorinn í hæfilega bita og látinn í blönduna í a.m.k. 60 mín.

Gott er að bera fram með kartöflugratini, sólþurrkuðum tómötum og ólífum.


Ég skora á vin minn, nýbakaðann afa og veislukokkinn Björn Þór Baldursson sem næsta matgæðing.