Fara í efni

Neyðarvarnir RKÍ í Þingeyjarsýslu

Neyðarvarnir RKÍ í Þingeyjarsýslu
 

Vegna veðurs og færðar varð að fresta fundinum sem fyrirhugaður var í síðustu viku. Nú skal gera aðra tilraun.
Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu heldur upplýsinga- og fræðslufund í Grunnskólanum á Þórshöfn fimmtudaginn 26. nóvember kl. 19:30. Fundurinn er um neyðarvarnir RKÍ í Þingeyjarsýslu og þá sérstaklega á Þórshöfn en grunnskólinn þar er skilgreindur sem fjöldahjálparstöð þegar á þarf að halda.
Eitt af þeim verkefnum sem Rauði krossinn sinnir er opnun og mönnun fjöldahjálparstöðva í almannavarnaástandi eða tilfellum þar sem atburður er stærri en hið daglega viðbragð ræður auðveldlega við. Sjá hér: http://www.raudikrossinn.is/page/rki_hvad_neydarvarnir
Til fundarins er stefnt fjöldahjálparliðum Rauða krossins á Þórshöfn og nágrenni, ásamt öllum öðrum sem hafa áhuga á að vita um hvað þetta verkefni snýst.
Þetta verður léttur fundur með kaffi og konfekti - engin skuldbinding er fólgin í því að mæta.