Skemmtiferðaskipið - tími og frekari upplýsingar

Skipið kemur snemma að morgni en líklegt er að farþegar komi í land um níu og verði eitthvað framyfir hádegi. Búið er að skipuleggja ferðir upp í Heimskautsgerði í samvinnu við Fjallasýn og Gunnar Jóhannesson. Eitthvað verður þó um að fólk rölti um þorpið og skoði sig um. Ljósfang, hótelið, Kaupfélagið og Breiðablik verða opin. Búið er að tala við rekstraraðila. 

Íbúar eru hvattir til að mæta á höfnina og taka á móti fólki og jafnvel næla sér í kökubita en pöntuð var kaka til að fagna komu skipsins. Hlakka til að sjá ykkur!