Fara í efni

Undirbúningur fyrir afmælishátíð

Nefndin sem vinnur að undirbúningi afmælishátíðar og einnig viðhaldi á Hnitbjörgum fyrir hátíðina hittist um daginn og fór yfir verkefnalistann.

Gólfin voru pússuð núna í lok júlí og líta núna ljómandi vel út. Verið er að fá tilboð í að gera upp snyrtingarnar og það verður vonandi ljóst í byrjun ágúst hvernig það lítur út.

Tiltektardagur verður 29. ágúst að öllu forfallalausu og hvetjum við fólk til að taka eftirmiðdaginn frá til að aðstoða á deginum. Planið er að taka til, henda því sem ekki á heima í húsinu og snurfusa fyrir utan húsið. Mikilvægt er að þeir sem telja sig hafa tilkall til hluta sem kunna að vera í húsinu eru vinsamlegast beðnir að mæta eða heyra í nefndinni. Þeir hlutir sem engin gerir tilkall verður hent ef ekkert notagildi er fyrir hlutinn að mati nefndar.  

Afmælishátíðin sjálf verður svo að kvöldi 6. október og verið er að vinna í dagskrá fyrir kvöldið. Við þiggjum allar tillögur að atriðum eða dagskrárliðum. Fleiri eru betri en færri.

Nefndin þakkar þeim sem sýnt hafa verkefninu áhuga og lagt hönd á plóg. Áfram Hnitbjörg!

Silja Jóhannesdóttir

Karítas Ríkharðsdóttir

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir