Jólatrésleiðangur

Næstkomandi þriðjudag (12. nóvember) ætla börnin í Grunnskóla Raufarhafnar að fara í Ásbyrgi og velja jólatré sem prýða á þorpið okkar á jólahátíðinni.  Áætlað er að vera kl 13:50 í Byrginu.
Öllum er frjálst að koma með og aðstoða við að velja tréð ! Ef veður leyfir verður boðið uppá kakó og smákökur á eftir.