Fara í efni

Malbikunargengið mætt !

Malbikunarframkvæmdir hafnar á Raufarhöfn. Eins og íbúar hafa orðið varir við síðustu vikur hefur mikið gengið á vísvegar í bænum. Þegar þetta er skrifað voru malbikunarvélarnar að renna í bæinn. Sannarlega gleðitíðindi. 

Íbúar og aðrir vegfarandur eru beðnir um að sýna tillitsemi við framkvæmdaraðila og sýna aðgát í kringum framkvæmdir. Íbúar geta átt von á einhverju ónæði vegna þessa, en það gengur hratt yfir og má búast við spriklandi nýju malbiki tilbúið til notkunar á örskammri stund.