Fara í efni

Málþing, afhending hvatningarverðlauna og ársfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses

Ársfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. fer fram miðvikudaginn 29. maí nk. í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn.

Dagskráin hefst kl. 12:30 með sameiginlegu málþingi félagsins og Þekkingarnets Þingeyinga undir yfirskriftinni “Þróun byggðar og atvinnulífs í Þingeyjarssýslu” þar sem starfsmenn stofnananna gera grein fyrir verkefnum sem nýtast báðum stofnunum.
Kl. 13:45 verða Hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga afhent í 16. sinn en tilgangur þeirra er að vekja athygli á því sem vel er gert í atvinnu- og byggðaþróun á svæðiu.
Kl. 14:00 hefst svo ársfundur stofnunarinnar og er dagskrá skv. samþykktum svohljóðandi:

1) Skýrsla stjórnar
2) Staðfesting ársreiknings
3) Breytingar á stofnskrá (ef við á)
4) Kosningar:
a) Kjör stjórnar
b) Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis
5) Ákvörðun um þóknun stjórnar
6) Önnur mál

Málþingið og fundurinn er öllum opinn og eru gestir boðnir velkomnir.