Fara í efni

Líf og fjör á bryggjunni.

Grásleppuveiðarnar fara vel af stað að sögn Þorgeirs Gunnarssonar, sjómanns á Birni Hólmseinssyni, ÞH. Hann segist ánægður með aflabrögðin í byrjun vertíðar. Það er því líf og fjör á höfninni á Raufarhöfn, um þessar mundir.
Veðrið hefur leikið við íbúa á Norðausturlandi síðustu vikur og bæjarbúar verið bæði á rölti og rúnti, til að fylgjast með á hafnarsvæðinu. Margir hverjir með myndavél á lofti og aðrir með nýveiddan rauðmaga eða hrognabrók í poka, á leið í pottinn.
Gunnar Páll Baldursson hafnarvörður á Raufarhöfn setur reglulega aflatölur, myndir og fréttir af höfninni á Facebook, sem margir gætu haft gaman af.
hana má finna með því að smella hér:

Ljósmynd Sóley Björk Sturludóttir