Fara í efni

Allir eru jafnir!

Allir eru jafnir!

Að vera Þingeyingur geta ekki allir sagt með stolti en það get ég svo sannarlega sagt. Hef ættir að rekja bæði í Norður-og Suðursýsluna og því skipta málefni beggja sýslna mig miklu máli. Norðurþing er fallegt sveitarfélag,ríkt af gjöfulum íbúum sem vilja sjá sveitarfélagið sitt blómstra og dafna.

Að vera Þingeyingur fylgja skyldur,rétt eins og sérhvers íbúa þessa lands. Ég tel að við þurfum að hlú betur að tómstundstarfi fólks á öllum aldri og því er það okkur mikið baráttumál hjá Samfylkingunni og öðru félagshyggjufólki að sjá til þess að hver og einn, ungur sem aldinn, geti sinnt sínum áhugamálum í góðu húsnæði sem hentar þörfum allra. Við megum alls ekki hætta þegar okkur finnst við hafa áunnið eitthvað gott, við verðum að halda áfram að byggja upp hvort sem það er fyrir unga  eða aldna.

Talandi um skyldur þá eru geðræktarmál okkur hjá Samfylkingunni mjög hugleikin. Um árabil hefur Geðræktarmiðstöðin Setrið verið starfrækt en því miður höfum við horft á starfsemi hennar dofna sl. ár vegna fjárskorts. Ljóst er að það þarf að styrkja þessa starfsemi til muna til að hægt sé að mæta þörfum fólks sem þangað þarf að leita.

Miðjan,hæfingarstöð fyrir fatlaða er komin á góðan stað, en það er ekki nóg. Til þess að geta veitt hverjum og einum þá þjónustu sem honum hæfir, þarf að ríkja skilningur á þörfum einstaklingsins til þess að geta veitt viðeigandi hæfingu hverju sinni.

Það er aldrei hægt að setja einstaklinga með fötlun undir sama hatt. Þarfirnar eru misjafnar og það er í mannrétttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna að allir eiga að vara jafnir. Við munum beita okkur fyrir því að allir geti búið við þær aðstæður sem hver og einn þarf hverju sinni.

Langar ekki alla að eiga gott ævikvöld? Við hjá Samfylkingunni og öðru félags-hyggjufólki teljum að svo sé og því viljum við hlúa að þessum ofangreindum þáttum og viljum sinna þeim vel.

 

Rannveig Þórðardóttir,skipar 12. Sæti á lista

Samfylkingarinnar og annars félagshyggjufólks

Í Norðurþingi.