Fara í efni

Byggðarþróun í landinu er mál allra Íslendinga.

Á landsbyggðinni hafa margir eitt megninu af ævi sinni og margir hafa búið þar allt sitt líf.  Það hlýtur að vera þjóðarnauðsyn að halda öllu landinu í byggð, og klárlega hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að svo megi verða. Sú sorglega staðreynd blasir hinsvegar við að mjög víða á landsbyggðinni hefur fólksfækkun verið viðvarandi árum saman. Á Norðurlandi eystra eru víða skýr dæmi um hnignun byggðar. Það er einna helst að Akureyri hafi spjarað sig nokkuð vel og má þakka það að stórum hluta Háskólanum á Akureyri sem hefur gegnt gríðarmiklu máli fyrir allt kjördæmið.

En maður hlýtur að þurfa að staldra við og spyrja hvað veldur. Stjórnvöld hafa í mörg undrafarin ár horft upp á þessa öfugu byggðaþróun og lítið gert til að snúa dæminu við. Sumar ákvarðanir stjórnvalda myndu margir flokka sem beina atlögu að landsbyggðinni og fólkinu sem þar býr.

Þar má helst nefna lög um frjálst framsal veiðiheimilda sem sett voru árið 1990. Með setningu þessara laga hefur kvótinn flust milli skipa og ekki síður milli byggðarlaga.  Áþreifanleg mynd þess blasir nú við okkur Húsavíkingum þegar Vísismenn í skjóli hagræðingar loka fiskvinnslu sinni hér og flytja starfsfólkið hreppaflutningum til Grindavíkur.

Fá lög ef nokkur hafa haft eins dapurlegar afleiðingar á byggðaþróun og þessi.

En hvað er til ráða !!!  Því betur eru margt jákvætt og ótal margt sem við getum gert sjálf með því að snúa vörn í sókn. Tækifærin eru  víða og í raun ótal margt sem þegar hefur verið vel gert og ýmislegt annað er á döfinn sem vonandim nær fram að ganga.  Glöggt dæmi um það sem vel er gert er hin glæsilega ferðaþjónusta í marvíslegri mynd sem vex og dafnar og er orðinn gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið. Hún skapar fjölmörg störf og er besti og öflugasti staðarkynnir sem hugsast getur.  Einnig blómstrar starfsemi nýsköpunar í verbúðunum og nýtt fyrirtæki er í bænum neðan við bakkann sem hyggst stækka starfsemi sína.  

Það er ekki hlutverk stjórnvalda að búa til störf. Það er hinsvegar þeirra hlutverk að sjá til þess að skilyrði séu fyrir hendi til að störf verði til. Við verðum að skapa okkar atvinnu sjálf, huga vel að nýsköpun og sjá út sóknarfæri. Við getum  boðið fyrirtækjum og einstaklingum sem hingað vilja koma upp á margvísleg gæði sem óvíða eru ríkulegri en hér. Nóg er af öllu sem þarf til að fyrirtæki sjái hag sinn í að starfa hér. Við eigum mikið af heitu- og kölduvatni og rafmagni. Lóðir undir iðnaðarhúnæði kosta brot af því sem þær kosta á höfuðborgarsvæðinu og svona mætti lengi telja. Það er því okkar hlutverk að búa þannig um hnútana að hér í Norþingi verði ætíð bestu skilyrði sem völ eru á  til þess að taka á móti nýrri atvinnustarfsemi um leið og við hlúum að þeirri sem  til staðar er hverju sinni. Ekki má gleyma að við þurfum einnig að skapa einstaklingum og fjölskyldum sem bestu lífsgæði til að sjá hag sinn í að búa í norðuþingi og láta hæfileika sína og menntun blómstra í góðu atvinnulífi og samfélagi. 

Snúum því vörn í sókn, snúum við öfugri byggðarþróun og náum fram uppbygginu á sem fjölbreyttastan hátt. 

Jónas Einarsson, skipar 1, sæti  á S-lista Samfylkingarinnar og annars félagshyggjufólks