Fara í efni

Ég á mér draum

  Við á S-listanum förum ekki út í neinn loforðaleik enda margur brennt sig á því. Ég er ekki mjög pólitísk í eðli mínu en ég hefskoðanir og væntingar til þess að meiri félagshyggja og jöfnuður ríki í samfélagi okkar. Ég vil sjá meiri forgangsröðun í þágu fjölskyldna, gera sveitafélagið okkar meira aðlaðandi og eftirsóknarverðara fyrir ungt fólk að setjast hér að.Draumsýn mín er, að ef hagur sveitarfélagsins fer að vænkast með tilkomu aukinna atvinnuumsvifa á Bakka, fyrirhugaðri uppbyggingu í ferðaþjónustu og íbúaaukningu í framhaldinu að dusta verði rykið af áður unninni  vinnu um"Þekkingargarð á Húsavík". Þessi vinna var framkvæmd árið 2005 og kostað til tugum milljóna. Teikningarnar eru til og gæti núverandi nýlegt mötuneyti við Borgarhóllsskóla nýst fyrir Framhaldsskólann á Húsavík ef þessi bygging yrði að veruleika. Og til enn frekari eflingar framhaldsskólans þurfum við að leyta allra leiða til að koma upp heimavist við skólann svo ungmenni af austursvæði sveitarfélagsins geti átt það val að koma til Húsavíkur til náms og vera þannig nær fjölskyldum sínum. Skólinn hefur alla burði til að mynda sér sérstöðu og vera eftirsóknarverður kostur.

                       Að verkefninu komu fulltrúar eftirtalinna stofnana:

 Framhaldskólinn Húsavíkur

  • Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga
  • Borgarhólsskóli
  • Bókasafnið á Húsavík
  • Þekkingarsetur Þingeyinga
  • Náttúrustofa Norðausturlands
  • Leikfélag HúsavíkurTónlistarskóli Húsavíkur.                                                                                               
  •    Þessari byggingu var ætlaður staður á lóð milli Borgarhólsskóla og Framhaldsskóla Húsavíkur og hefði verið hin mesta lyftistöng fyrir alla þá starfssemi sem tengist menntun, menningu og listum, bókasöfnum sveitarfélagsins og fyrir þær stofnanir aðrar sem að verkefninu komu. Málið datt út úr myndinni við tilkomu hrunsins. Hér er gott að búa en alltaf má gera gott betra og forgangsraða enn frekari í þágu íbúa.  Ekki síður þarf að hlúa að grunn og leikskólum á austursvæðinu með auknu samstarfi, eflingu byggðar og fjölgun íbúa.

Horfum bjartsýn til framtíðar, verum framsýn og vinnum saman.

Anna Ragnarsdóttir, skrifstofutæknir

  Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingar og annars félagshyggjufólk og hefur tekið virkan þátt í menningar og  félagsstarfi  á Húsavík í 40 ár