Fara í efni

Eldri borgarar læra á tölvur

Námskeiðið var í heild fjórir klukkutímar og farið var yfir allt frá því að ræsa tölvuna til þess að færa myndir af myndavélum yfir á tölvur. 

Silja Jóhannesdóttir leiðbeindi á námskeiðinu og sagði námshópinn duglegan og leist vel á að leiðbeina meira á þessum vettvangi. Það er oft afar nytsamlegt að geta nýtt sér tölvur og internetið í dag bæði til gagns og gamans. Ekki síst þegar öll þjónusta er að færast á netið og upplýsingar oft aðgengilegar á svokölluðum þjónustusíðum fyrirtækja.