Langar þig að vera Félagsmálatröll?

 

 

                             

„HEI, ÞÚ!  - langar þig að vera FÉLAGSMÁLATRÖLL ?“

Héraðssamband Þingeyinga hefur fengið Sabínu Halldórsdóttur, starfsmann UMFÍ, til að koma og halda félagsmálanámskeiðið – og HSÞ býður þér að koma!

Námskeiðið er aðeins í tvo tíma, er ókeypis og í lokin verða léttar veitingar. 

Farið er yfir ýmsa þætti er tengjast félagsmálum, ræðumennsku og fundasköpum.

 

Hvetjum sérstaklega ungt fólk til þess að grípa tækifærið!

 

Staður – dagsetning - tími:

Grænatorg í Íþróttahúsinu á Húsavík

28. maí 2015

milli kl. 17:00 – 19:00

Formenn aðildarfélaga HSÞ;   ég minni á að „Formannafundur HSÞ“ er sama kvöld kl. 20:00, en þar verður Sabína einnig með kynningu á hreyfivikunni  „Move week“

 

Skráning:   hjá Elínu, framkv.stj. HSÞ, á netfangið;   hsth@hsth.is