Fara í efni

Íbúafundur 9.mars 2017

 

Boðað var til íbúafundar 9.mars til að ræða ákvörðun Byggðastofnunar um aukaúthlutun sértæks byggðakvóta, en 100 tonn sem voru í boði renna öll til GPG. Íbúum finnst réttara í stöðunni að þessum 100 tonnum verðu skipt á milli GPG og HH félagsins í ljósi mikils samfélagslegs framlags HH í gegnum atvinnusköpun, fjárfestingar og almennt mikillar þátttöku í samfélaginu.

Mikil óánægja ríkir meðal íbúa hvað snertir þessa ákvörðun og íbúum er misboðið. Fundurinn var gríðarlega vel sóttur en rúmlega sextíu manns mættu og þar á meðal voru meðlimir sveitastjórnar; Óli Halldórsson, Olga Gísladóttir og Soffía Helgadóttir. Nokkrir aðilar tóku til máls þar á meðal Óli fyrir hönd sveitastjórnar en þessi ákvörðun er ekki í höndum sveitarfélagsins. Ákvörðum sem þessi hefur ekki bara áhrif á starfsmenn fiskvinnslunnar heldur einnig þjónustufyrirtæki á staðnum og íbúa í heild sinni.

Komust íbúar Raufarhafnar að þeirri niðurstöðu að senda áskorun á Byggðastofnun og sveitarfélagið, sem mótmælir þessari ákvörðun harðlega og munu undirskriftarlistar liggja frammi fljótlega og sendir um miðja næstu viku vonandi.

 Einnig var eftirfarandi ályktun samþykkt af fundinun og verður send á fjölmiðla:

"Ályktun frá íbúafundi. Íbúar Raufarhafnar harma þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð í úthlutun sérstæks byggðakvóta til Raufarhafnar. Horft er framhjá þeim samfélagslegu góðu áhrifum sem fylgja því að styrkja tvær vinnslur á staðnum. Íbúum finnst framhjá þeim gengið og þeirra skoðanir hafðar að vettugi í því góða samstarfi sem hefur verið við verkefnið Brothættar byggðir á staðnum. "

Ingibjörg H Sigurðardóttir.