Fara í efni

Er þetta eitthvað fyrir þig??

 

 

 

 

 

 

Laus er til umsóknar staða skólastjóra
Grunnskóla Raufarhafnar.Leitað er að
metnaðarfullum áhugasömum, fjölhæfum og
jákvæðum einstaklingi.
Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn
grunn- og leikskóli með alls um 20

nemendur þar sem verið er að innleiða uppeldisstefnuna Jákvæður agi. Í
skólanum er jafnframt stuðst við kennsluaðferðir Byrjendalæsis. Samkennsla
árgangaí grunnskólanum miðast við tvo námshópa.
Aðbúnaður í skólanum er ágætur,góð sundlaug og íþróttahús eru í næsta húsi
og í skólanum er bókasafn og aðstaða til tónmenntakennslu. Einnig er
mötuneyti nemenda í skólanum sem nýtt er til heimilisfræðikennslu.
Skólinn nýtur mikils stuðnings frá samfélaginu og lögð er áhersla á samvinnu,
sveigjanleika sem og jákvæðni. Skólinn er í samvinnu við Rif rannsóknarstöð
þar
sem unnið er að ýmsum verkefnum tengdum náttúrunni.
Raufarhöfn er þéttbýlisstaður í sveitarfélaginu Norðurþing. Íbúafjöldinn á
Raufarhöfn er um 200 manns. Frekari upplýsingar um sveitarfélagið
Norðurþing og Raufarhöfn er að finna á vefsíðunum nordurthing.is og
raufarhofn.is
Meginhlutverk skólastjóra er að:
Vera faglegur leiðtogi skólans.
Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans.
Bera ábyrgð á stefnumörkun skólans í samráði við fræðslunefnd og
sveitarstjórn.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Leyfisbréf leik- og/eða grunnskólakennara.
Kennslureynsla á leik- eða grunnskólastigi.
Færni i mannlegum samskiptum.
Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- og kennslufræði er
æskileg.
Reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg.
Laun skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og K.Í.
Frekari upplýsingar veitir Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi Norðurþings í síma
464-6123 eða í gegnum netfangið jon@nordurthing.is
Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí2018.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 10. ágúst 2018.
Umsóknir ásamt mynd og ferilskrá sendist:
Fræðslufulltrúi Norðurþings,
Ketilsbraut 7-9,
640 Húsavík,
eða á netfangið jon@nordurthing.is

Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi og
miklum sköpunarkrafti manns og náttúru.