Fara í efni

Frá Skinnastaðarprestakalli.

Frá Skinnastaðarprestakalli:
Helgihald um bænadaga og páska verður sem hér segir:
Skírdagur, 2. apríl:
Kyrrðarstund með altarissakramenti í Raufarhafnarkirkju kl. 20.30.
Laugardagur 4. apríl:
 Fermingarmessa í Snartarstaðakirkju kl. 14.00. Fermd verður Erna Rún Stefánsdóttir, Kópaskeri. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Stefaníu Sigurgeirsdóttur. Guð blessi fermingarbarnið og ástvini alla á þessum degi.
 
Páskadagur, sunnudagur 5. apríl:
Hátíðarguðsþjónusta í Skinnastaðarkirkju kl. 10.00 árdegis. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Stefaníu. Morgunverður í Lundi á vegum  sóknarnefndar eftir stundina. Keldhverfingar og aðrir nærsveitamenn sérstaklega boðnir velkomnir !
 
Hátíðarguðsþjónusta í Raufarhafnarkirkju kl. 15.00.
 
Annar páskadagur, mánudagur 6. apríl:
Páskakirkjuskóli í Garðskirkju kl.11.00.
Páskakirkjuskóli í skólahúsinu á Kópaskeri kl. 14.00
Páskaglaðningur  fyrir börnin.
 
Verið velkomin til kirkju um páska !
Með bestu ósk um friðsæla bænadaga og gleðilega páska.
 
Sóknarprestur og sóknarnefndir.